Nokkuð jöfn blanda af Nebbiolo, Barbera og Dolcetta gerir þetta vín eins Piemontelegt og hægt er. Það er opið í nefi með ilmríkan ávaxtakeim sem einkennist af hindberjum, jarðarberjum, dass af leðri, kanil og súkkulaði í lokin. Skemmtilega margslungið í nefi en á sama tíma afskaplega aðgengilegt. Frábær ilmur. Það er létt, ferskt og ávaxtaríkt í munni með mjúk og þægilega tannín til að gefa þessu góðan strúktúr. Hindber, jarðarber og krydd í aðalhlutverki í munni en það nær ekki alveg að fylgja eftir glæsilegum ilm. Engu að síður létt, aðgengilegt og vel gert vín sem er auðvelt að elska.
Okkar álit: Virkilega vel gert, létt og yndislegt vín sem tekur allt það besta úr Piemonte héraði.
Verð 2.890 kr