Það vakti sennilega furðu þegar Louis Latour fjárfesti í vínekrum í niðurníslu í Provence héraði fyrir um 30 árum og mögulega vakti það enn meiri furðu þegar hann ákvað að planta Pinot Noir á þeim. Domaine de Valmoissine er þó staðsett í um 500 metra hæð sem gerir þrúgunni kleift að ná góðum þroska ásamt því að varðveita ferskleikanum og fínleikanum sem er eitt af aðalsmerkjum Pinot Noir.
Opinn og ferskur ilmur af hindberjum, jarðarberjum, kisruberjum, kanil, smá ryk, jarðvegur og létt sveit. Bjartur og fallegur ávöxtur í nefi og mjög Pinot legur ilmur. Létt og ferskt í munni með svolítið ung tannín í upphafi sem hverfa fljótt. Svolítið grænt í munni en það fer fljotlega og hleypir fallegum ávextinum að sem var að finna í nefinu nema aðeins ferskari. Nokkuð langt en þarf líklegast að anda smá fyrir neyslu.
Okkar álit: Virkilega vel heppnað Pinot Noir frá S-Frakklandi og gæti alveg blekkt mann og þóst vera frá Búrgúndí.
Verð 2.850 kr