Luigi Baudana Dragon Bianco 2019 **** 1/2 (90)

Baudana víngerðin er í ein sú minnsta í Barolo og á víngerðin aðeins tæpa 3 hektara af landi undir vínvið. Árið 2009 eignaðist G.D Vajra víngerðina en framleiðir ennþá vínin undir nafni Baudana til heiðurs fyrri eigendur, Luigi og konuna hans Fiorina. Þetta tiltekna vín er frekar óvenjuleg blanda af 46% Chardonnay, 25% Sauvignon Blanc, 24% Nascetta og 5% Rielsing en útkoman er frábær.

Ilmurinn yndislega ferskur með sítrus, perur, hvítum blómum og dass af nýslegnu grasi. Í munni er það ferskt, einfalt og í fullkomnu jafnvægi með sítrus, steinefni og hvítum blómum í aðalhlutverki. Ótrúlega líflegt, vel samansett og bragðgott vín.

Okkar álit: Einfalt, líflegt, ferkst, bragðgott og yndislegt. Er hægt að biðja um meira?

Verð: 3.190

You might be interested in …

Leave a Reply