Mullineux Kloof Street Swartland Rouge 2018 **** (88)

Mullineux víngerðin var stofnuð árið 2007 í Swartland héraðinu, rétt norðan við Höfðaborg, og hefur á þeim stutta tíma fenga verðskuldaða athygli fyrir vínin sín. Þetta er frekar flókin og miðjarðarhafsleg blanda af 44% Tinta Barocca, 44% Syrah, 7% Grenache, 4% Cinsault og 1% Carignan sem skilar sér í opnu nefi með fjólum fremst ásamt frábærum og vel þroskuðum bláberjum, krækiberjum og sólberjum. Þarna leynist líka vottur af pipar sem breikkar vínið töluvert. Vínið er meðal bragðmikið með góðan ferskleika og létt tannín. Berin eru ennþá í aðalhlutverki í munni en krydditónninn sækir aðeins á. Afskaplega góður balans í þessu ljúfa og vel byggða víni.

Okkar álit: Virkilega vel gert vín með glæsilegan miðjarðarhafskarakter.

Verð 3.190 kr

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading