Santa Julia Malbec Reserva 2019 **** (85)

Hér um daginn fjölluðum við um Santa Julia Malbec sem kemur úr grunnlínu þessa ágæta framleiðanda og var hið frambærilegasta Malbec vín en eins og fram kom þar þá kemur ávöxturinn sem er notaður í það vín frá Maipú og liggja vínekrurnar þar í um 600m hæð. Allur ávöxtur í þetta vín kemur hins vegar frá Uco dalnum í Mendoza og eru ekrurnar þar staðsettar töluvert hærra yfir sjávarmáli, eða um 950m sem gefur víninu meiri ferskleika og betri þroska. Ofan á þetta er hluti af víninu leyft að þroskast í eikartunnum í 10 mánuði til að gefa því aukna breidd.

Ilmurinn er opinn og er að finna bjartann en í senn þéttan ávöxtur með jarðarberjum, sólberjum, sólberjalaufum, hindberjum og plómum en einnig leynist smá skógarbotn ásamt nettri vanillu og öðrum kryddum þarna í góðum hlutföllum. Þetta er virkilega spennandi ilmur og ávöxturinn virkilega djúsí og skemmtilegur. Í munni er það með ögn dekkra yfirbragð, ávöxturinn meira í áttina að plómum og sólberjum og er tannínin nokkuð þétt án þess þó að vera of ágeng. Það nær kannski ekki alveg sömu hæðum og ilmurinn en á aftur á móti þá kallar þetta á mat með sér, sér í lagi grillaða kjötrétti.

Okkar álit: Fallegur ilmur sem lokkar mann inn en ef þú kemur ekki með mat inn þá gætirðu orðið fyrir vonbrigðum

Verð: 3.198  kr

You might be interested in …

Leave a Reply