Talið er að á Ítalíu séu um það bil 350 mismunandi þrúgur, flestar enn notaðar þó það sé stundum í litlu mæli. Óhætt er að segja að mikill fjársjóður sé fólginn í þessum fjölbreytileika sem kemur frá stöðu landsins í menningarvöggu vestrænna ríkja, Miðjarðarhafinu. Piemonte héraðið, sem liggur í Norðvestur hluta Ítalíu er þar engin undantekning: sögulega og landfræðilega hefur það verið bæði einangrað (Alparnir í norðri, Appenin fjallgarðurinn í suðaustur) og í nánum tengslum við nágrannalöndin (Savoie og Búrgúndi, Svíss, Langbarðaland) þannig að þrúgurnar og víngerðin endurspegla þessa þætti. Landslagið í suðurhluta Piemonte getur ekki verið hagkvæmara fyrir vínrækt: mjúkar grónar hæðir sem snúa í vestur og suður, breiðir dalir og sjarmerandi þorp sem oftast eru staðsett á toppnum á hæðunum.
Þekktustu vín Piemonte eru Barolo og Barbaresco sem eru gerð úr þrúgunni nebbiolo og þurfa þau oft langa geymslu til að opna sig en margar aðrar þrúgur eru staðbundnar í Piemonte. Rauðvínin eru 65% af farmleiðslunni og 35% eru hvít.
Nebbiolo er uppistaðan í Barolo og Barbaresco en líka önnur vín frá Langhe héraðinu undir því nafni (ódýrari og aðgengilegri). Þrúgan gefur af sér tannísk og sýrurík vín, ljós eins og pinot noir en þétt og mikil vín. Blómaangan, kirsuber, hindber, leður, stundum grass, margslungin vín og mikill fjölbreytileiki. Þarf oft að láta anda eða umhella. Nebbiolo þýðir „súld“.
Barbera er algengasta þrúgan í Piemonte, ræktuð oftast þar sem nebbiolo vill ekki vera. Vínin eru misjöfn eftir því hvar hún er ræktuð, en eru yfirleitt dökk, miðlungs þétt með fíngerð tannín og töluverða sýru. Kirsuber, jarðaber, plómur, blóm (fjólur) – vín sem á að drekkar ungt (2-3 ár). Bestu Barbera vínin eru undir nafni Barbera d‘Asti, Barbera d‘Alba, Barbera del Monferrato.
Dolcetto hefur ekkert sæt eins og nafni vildi benda til, heldur eru vínin úr þessari þrúgu dögg, þétt og oft vel tannísk. Þau geta verið eins og Barbera vínin kennt við borg eða hérað (Alba) og eru bestu vínin í dag með meira áherslu á ávöxtinn: dökk kirsuber, sólber, lakkrís og léttar tjörunótur.
Af öðrum rauðum þrúgum en sjaldgæfari, má nefna Brachetto, Freisa, Bonarda, Quagliano, Grignolino, Pelaverga, Vespolina, Malvasia di Schierano:
Moscato er þekkt undir nafnið Muscat Blanc annars staðar, og er uppistaðan í Moscato d‘Asti, létt freyðandi og sjarmerandi vín með lágu áfengisinnihaldi. Hálf sætt en með góðri sýru, sitrusávextir (mandarína), hunang, pera, appelsínavatn… Elegant og víngerð vín, með eftirréttum eða austurlenskum réttum.
Cortese er hvítvínsþrúgan á bak við Gavi di Gavi vínið („Gavi frá borginni Gavi“), langvinsælasta hvitvín Ítalíu áður en alþjóðlegar þrúgur komu til sögunnar. Fersk vín, með góðri fyllingu, aprikósur, sítróna, sítrónubörkur, gul blóm, býflugnavax, mjög spennandi vín.
Arneis finnst víðar en Cortese, en vínin eru hversdagslegri, vínin eru létt og fersk – minna á sauvignon blanc með grasskendum nótum, gulum blómum, möndæum.
Fyrir áhugasama má benda á Banco de Vino (Vínbankinn) sem er einstaklega vel skipulagður vínkjallari í Pollenzo rétt hjá Bra. Þar er hægt að fræðast um ítölsk vín og sérstaklega frá Piemonte, og að sjálfsögðu smakka (gegn gjaldi). Það er að segja þegar hægt verður að ferðast eðlilega á milli landa aftur!