Krydd og vín

Það er ekki langt síðan hvítlaukur var framandi krydd á matseðli landsmanna, en með auknum ferðalögum til útlanda, hefur margt breyst og nú er ekki hamborgari með nafni nema hann sé með jalapeño eða „hot sauce“ og brenni alla bragðlaukana í hel (eða þá ananas fyrir sætuna !). Það er einnig nokkuð stutt síðan að venjuleg máltíð fór að kalla á glas af víni, rautt eða hvítt, ekki eingöngu bjór, og þá vandast málið því krafan er að sjálfsögðu að kryddaður matur og vínið eigi samleið. Skoðum þetta aðeins.

Matur kryddaður með chilli

Chili kryddið svíður, það er heitt á tungu en góður chilipípar er líka bragðmikill. Hann er líka notaður í réttum sem eru að öðru leyti líka bragðmiklir þannig að pörun við vín getur verið víðkvæm. Hvort sem uppistaðan er fiskur eða kjúklingur, jafnvel hakk, er best að sækja í hálfsæt vín eins og þýskt riesling, eikað chardonnay frá til dæmis Californíu eða því ekki ávaxaríkt freyðivín (Crémant d‘Alsace, Prosecco) ef tækifæri býður uppá það? Sömuleiðis mun rósavín vera góður kostur og sérstaklega ávaxtarík rósavín frá Spáni (Navarra) eða Suður Frakklandi.

Indverskur matur

Chilipípar er ekki aðalkryddið í indverskum mat, heldur öll blæbrigði sem finnast í karríblöndu og fjölbreytnin öll sem gerir réttina bragðmikla. Best að að miða við að því ríkari sem rétturinn er, því meiri fylling verður að vera í víninu. Bjór með sætukeim á oftast vel við léttari vel kryddaða rétti, rósavín á alltaf vel við einkar ef það er ávaxtaríkt – en rauðvín eins og Grenache (frá Spáni, Sardiníu, Côtes du Rhône) eða léttari syrah vín munu eiga vel við kjötrétti eins og tandoori.

Thai matur

Thai matur er ákfalega fjölbreyttur og misjafnur hvað krydd varðar og getur hann oft verið með góðum skammti af chilipípar eða öðru sterku kryddi. Kokósmjölk eða kókóskrem eru oft notuð til að bæta ákveðna feiti við og kemur pálmasykur oft við sögu til að gefa milda sætu. Einnig getur sítrónukeimur getur verið áberandi ef maður talar um hefðbundinn thai mat. Í flestum tilfellum verður það aftur hálfsætt og ávaxtaríkt hvítvín sem mun koma til móts við matinn: þýskt elegant „feinherb“ riesling, Alsace pinot gris, albariño frá Galísíu, eða létt og ávaxtaríkt rosavín til dæmis frá Languedoc eða vel gert vín frá Californíu.

Marokkóskur matur

Ekki chilipípar hér, heldur alls konar mild og bragðmikil krydd eins og kúmen, engifer, kóriander, ras el hanout (blanda), saffran, kanill og fleiri krydd í þeim dúr. Það verður þá að virða það sem þessi kryddblanda gerir fyrir matinn og velja léttara vín en ella. Rauðvín eða rósavín enn og aftur eiga vel við og sérstaklega þar sem grenache þrúgan er í aðalhlutverki: Côtes du Rhône, Cannonau frá Sardíniu, mörg vín frá Roussillon eða Cataloníu. Syrah frá Evrópu eða Suður Ameríku sem er ekki eins kryddað vín og shiraz, hentar einnig vel.

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading