Uppruni: DOC Rioja
Marques de la Concordia er eitt af elstu víngerðarhúsum Rioja héraðsins og er stöfnuð árið 1870 sem gerir hana að næstelstu starfandi víngerð héraðsins samkvæmt stutta en hnitmiðaða rannsóknarblaðamennsku Vínsíðanna. Fyrsti ágrangur vínsins kom á markað árið 2020 og var útgáfa vínsins til að fagna 150 ára afmæli víngerðarinnar .
Þrúgan er auðvitað tempranillo og er hún ræktuð á 20 ára gömlum vínvið sem vex í leir- og kalkkenndum jarðveg Rioja Alta, sem er vestasta af þremur undirhéruðum Rioja. Vínið fær að þroskast í 12 mánuði á eikartunnum sem er í takt við Criönzur héraðsins þó að vínið sé ekki merkt sem slíkt.
Ilmurinn er opinn og hefur ekkert að fela með tóbak, leður, krydd, sveit, súr kirsuber í forgrunni en vott af dökku súkkulaði bakvið þetta allt saman. Virkilega skemmtilegur og dæmigerður ilmur fyrir gamalgróið Rioja vín. Í munni er það miðlungs bragðmikið með mjúk tannín, góða sýru og fær ávöxturinn að skína vel í gegn með kryddaða eikartóna í stuðningshlutverki. Drekkið við 18 gráður sirka.
Okkar álit: Sígilt Rioja vín, vel gert og auðvelt að líka vel við það. Hentar vel með grilluðu lambi eða hörðum ostum.
Verð 2.999 kr