Malbec og Argentína

Malbec þrúgan á rætur sínar að rekja til suðvestur hluta Frakklands, nánar tiltekið til Cahors, þar sem hún ber líka nafnið Côt, en einnig á hún sér ríka sögu í Bordeaux. Malbec hefur aldrei þótt neitt sérstaklega merkileg þrúga í Bordeaux, aðallega sökum þess hvað hún þoldi illa loftslagið og pestirnar sem voru að finna þar, hefur hún aðallega verið notuð sem uppfyllingarefni í vín sem þurfti aðeins meiri fyllingu. Í Cahors fær hún hins vegar að vera í aðalhlutverki, þar sem að hinn kalkenndi jarðvegur hentar henni mun betur. Þar eru framleidd þétt og tannísk vín,sem þola oft góða geymslu. Í dag eru þó langflestir sem tengja þessa þrúgu við Argentínu, sem er svo sem vel skiljanlegt, þar sem að um það bil 75% af Malbec framleiðslu heimsins er ræktuð þar og hefur þrúgan skipað sér sess sem þjóðarþrúga Argentínu á síðustu árum.

Upphafið

Þó svo að vínrækt í Argentínu hafi hafist fljótlega eftir að Evrópubúar uppgötvuðu Suður Ameríku og fóru að byggja landið, var það ekki fyrr en um miðja nítjándu öld sem að framleiðslan tók alvöru kipp. Argentína var að feta sig áfram í framleiðslu vína og vildi láta taka sig alvarlega og báðu þeir  franskan grasa- og vínviðarfræðing (gefum okkur að það sé fræðiheiti) að nafni Miguel AImé Pouget um að aðstoða sig í þessum málum. Hann hafði starfað í Chile við góðan orðstír og snéru verkefnin að því að gera tilraunir með að rækta Evrópskar þrúgutegundir á borð við Cabernet sauvignon, Merlot, Carmenère og Malbec þar í landi og skrásetja hvernig þær aðlöguðust umhverfinu. Hann var beðinn um að gera slíkt hið sama í Argentínu og tók með sér nokkrar af þeim þrúgutegundum sem hann hafði verið að gera tilraunir með hinu meginn við Andesfjöllin. Þó svo að flestar tegundirnar hafi plummað sig vel, þá er það Malbec sem á endanum aðlagaðist einna best og er hún í dag mest ræktaða þrúgutegundin þar í landi og ber titilinn “flaggskip” Argentínu þegar talað er um vín.

Afhverju hentar Malbec svona vel í Argentínu

Það má með nokkru öruggi segja að Argentína sé afar fjölbreytt land þegar kemur að loftslagi og jarðvegi.  Þó svo að Malbec sé ræktuð í nánast öllum vínræktarhérðuðum landsins þrífst hún hvergi betur en í Mendoza, sem er nokkurn veginn fyrir miðju landsins. Þar eru aðstæður nánast fullkomnar fyrir þrúguna, en það sem héraðið hefur umfram önnur svæði er nálægðin við Andesfjöllin. Hér er þrúgan ræktuð í allt að 1000m hæð yfir sjávarmáli og til að setja það í samhengi, sem við ættum flest að tengja við, þá nær gangan upp að steini á Esjunni í um 500m hæð yfir sjávarmáli. Í þessum hæðum er loftslagið mun svalara sem  gerir Malbec þrúgunni kleift að þroskast lengur og nær hún þannig að viðhalda ferskleikanum betur meðan hún nær kjörþroska. Þetta gerir það að verkum að vínin eru afskaplega ávaxtarík, en á sama tíma með góðan ferskleika til þess að vínin verði ekki þunglamaleg og sæt.

Hvernig bragðast Malbec frá Argentínu

Þó svo að Malbec vín frá Argentínu geti verið jafn fjölbreytt og loftslagið eða jarðvegurinn, þá má oft búast við bragðmiklum og ávaxtaríkum vínum með dökkum ávexti í aðalhlutverki, krydd í aukahlutverki og frekar mild tannín. Kannski er best að lýsa þessu eins og Laura Catena hjá Catena víngerðinni gerir – „Vín úr Malbec frá Argentínu eru svolítið eins og fólkið í Argentínu, vingjarnlegt, opið og sterkir karekterar“.

Hér eru svo 3 Malbec frá Argentínu sem hafa heillað okkur

Trapiche Gran Medalla Malbec 2016 **** ½ (91)

Eins og naskir lesendur Vínsíðanna hafa mögulega tekið eftir hafa vín síðustu 2 vikna einskorðast við vín frá Argentínu og sérstaklega úr þrúgunni Malbec. Við tókum virkilega góða úttekt á þeim vínum sem voru í boði í þessari deild og…

You might be interested in …

Leave a Reply