Giovanni Viberti Bricco Airoli Barbera d’Alba Superiore 2016 **** (89)

Saga víngerðarinnar sem kennd er við Viberti fjölskylduna hófst í byrjun 20. aldar þegar Antonio Viberti nokkur festi kaup á Locanda del Buon Padre (locanda er orð yfir veitingastað, gistiheimili eða krá). Með eigninni fylgfu vínekrur og hóf hann að framleið vín til sölu á staðnum árið 1923 úr Dolcetto, Barbera og Nebbiolo. Það var svo sonur hans Giovanni, ásamt eiginkonu hans Maríu, sem tók við árið 1968 og ákvaðu þau að drífa framleiðsluna áfram og leggja meiri áherslu á uppbyggingu víngerðarinnir. Í dag er svo þriðja kynslóðin að taka við þar sem sonur Giovanni og Maríu, Claudio, er farinn að skipta sér af víngerðinni og rekstrinum.

Þetta vín er að sjálfsögðu gert úr Barbera þrúgunni eins og nafnið gefur til kynna og kemur ávöxturinn frá tveimur ekrum víngerðarinnar sem voru gróðursettar í kringum 1955. Vínið fær að þroskast í 15-18 mánuði áður en það fær nokkura mánuða hvíld í flöskunni.

Ilmurinn er hálffeiminn í fyrstu enopnast fljótt. Kraftmikill og þéttur ilmur með fjólum, sveit, leðri, steinefnum, plómum, krækiberjum en við smá öndum koma gríðarlega djúsí súr kirsuber fram sem gjörbreytir leiknum. Mjög margslunginn ilmur sem er vel hægt að staldra aðeins við. Það er þétt og afar ávaxtaríkt í munni með fínleg tannín í algjöru stuðningshlutverki og góða sýru til að binda þetta allt saman. Sé þetta fara með með grilluðum grís eða skinkum eins og prosciutto… og bragðmiklum hörðum ostum!

Okkar álikt: Kraftmikið og virkilega vel heppnað vín þó það sé kannski ekki endilega dæmigert fyrir sinn uppruna. Hefur alla burði til að geymst í allavega 5 ár.

Verð 4.453 kr

You might be interested in …

1 Comment

Leave a Reply