Tommasi nafnið þarf sennilega ekki að kynna fyrir neinum hér á landi enda verið með söuhæstu vínframleiðendum í ÁTVR í mörg ár. Hér er á ferðinni eitt af þeim fáum vínum sem ég hafði ekki smakkað frá þeim, rósavín sem ber nafnið bleikur koss ef að ítalskan mín er ekki að bregðast mér algjörlega.
Vínið er blanda af Corvina, Rondinella, Molinara, Negroamaro og Primitivo sem bendir til þess að þrúgurnar eigi að einhverjum hluta uppruna sinn einhvers staðar í Veneto héraði á Norður-Ítalíu, þó svo að vínið beri enga upprunavottun aðra en þá að það sé frá Ítalíu.
Ilmurinn er ferskur með sítrus og steinefnum í aðalhlutverki til að byrja með en við smá öndun kemur fram smá þéttleiki í ávextinum í formi hindberja, blóðappelsínu, greip ásamt dassi af hvítum blómum. Það er ansi milt og aðgengilegt í munni með mildari ávöxt en í nefi og er sýran til staðar en í algjöru stuðningshlutverki. Aðgengilegt og alveg tilvalið til að sötra eitt og sér.
Okkar álit: Einfalt, aðgengilegt og þægilegt. Örugglega “crowd pleaser”.
Verð: 2.399 kr