Silk & Spice Red Blend 2019 *** 1/2 (82)

Portúgal hefur undanfarin ár fært okkur röð af frábærum vínum á mjög svo viðráðanlegu verði og höfum við oftar en ekki sagt að bestu kaupin á vínum þessa dagana séu þaðan. Hér er á ferðinni nokkuð portúgölsk blanda af 40% Touriga Nacional, 20% Baga, 20% Alicante Bouchet og 20% Syrah þar sem að þrjár fyrstu eru portúgalskar staðarþrúgur. Uppruninn er hins vegar ekki skilgreindur og segir það okkur að ávöxturinn komi að öllum líkindum frá allvega meira en einu ákveðnu vínræktarsvæði en vissulega innan landamæra Portúgals.

Ilmurinn er opinn og dökkur og einkennist hann af plómum, rúsínum, krækiberjum og bláberjum ásamt vænum skammti af kryddum. Frekar einfaldur ilmur sem er þó nokkuð aðlaðandi með sultuðum undirtón sem setur tóninn fyrir hvað koma skal. Frekar þykkt og mjúkt í munni með dökkum og vel sultaðum ávexti í munni og daðrar það við að vera of sætt fyrir minn smekk. Samhliða þessu vantar svolítið upp á sýruna og tannín til að styðja við bakið á þessari sultuðu stemningu sem er í gangi.

Okkar álit: Vín í sætari kantinum sem er ekki okkar tebolli en aðlaðandi ilmur bjargar þessu fyrir horn.

Verð 2.299 kr

You might be interested in …

Leave a Reply