Kloof Street Chenin Blanc 2019 **** 1/2 (91)

Fyrir ekki svo löngu smakkaði ég rauða systkini þessa víns, Kloof Street Swartland Rouge 2018, sem var einstaklega vel gert og frambærilegt vín og það er alveg hægt að fullyrða það að ég var fullur eftirvæntinar þegar röðin var komið að þessu. 100% chenin blanc og kemur ávöxturinn frá nokkrum mismunandi vínekrum sem eru í eigu Mullineux víngerðarinnar og eru þær staðsettar í kringum Kasteelberg og Paardeberg fjöllin í Swartlandhéraði.

Vínið er með opinn og vel ferskan ilm af sítrusávöxtum, perum, grænum eplum, steinefnum, blómum og hafrakexvott í bakgrunninum. Virkilega margslunginn og glæslegur ilmur sem er auðvelt að týna sér í. Í munni er það ferskt í byrjun með meðal þéttan persónuleika sem er stútfullur af fallega þroskuðum ávöxtum og gríðarlega góðu jafnvægi. Langt eftirbragðið hangir á ávextinum en með ljúfum eikar og gertónum sem er punkturinn yfir i-ið í þessu. Virkilega vel gert og og stóðst í raun allar væntingar sem ég var búinn að byggja upp.

Okkar álit: Frábært vín og sennilega með betri kaupum í sínum verðflokki þó ofar væri leitað. Langar að smakka meira frá þessum framleiðanda!

Verð 2.990 kr

You might be interested in …

Leave a Reply