Shiraz og Syrah

Oft er spurt um það, hver sé munurinn á millli syrah og shiraz, hvor þrúgan sé „ekta“ og hvers vegna heitin séu lík en samt mismunandi. Fyrir 20 árum, þegar Shiraz þrúgan frá Ástralíu vakti fyrst almennilega athygli á alþjóðavísu, spruttu upp alls konar sögur sem áttu sínar rætur að rekja í mýtum sem DNA-rannsóknir voru fljótar að þagga niður. Mýtan var sú að þrúgan hafi verið flutt til Evrópu frá Miðausturlöndum á tímum krossfaranna, hún ætti uppruna sinn að rekja í Íran og bæri hún nafn sitt af borginni Shiraz þar í landi. En raunveruleikinn var þó ekki svona dularfullur heldur var staðfest að Syrah þrúgan, sem er upprunin í Rhône-dalnum í Frakklandi (og á ættir að rekja til Mondeuse blanche og Dureza sem eru enn ræktaðar í Ölpunum), og Shiraz eru ein og sama þrúgan. Það er líklegast ágætt að bæta því við að þær eiga ekkert skylt við þrúguna Petite Sirah sem aðallega í Kaliforníu.

Syrah kom til Ástralíu í 1830 í formi græðlinga, eins og margar aðrar tegundir af vínviði sem voru fluttar þegar menn sáu möguleika fyrir vínrækt í landinu, á svipuðum tíma og mesti innflutningur á þessum sömu græðlingum átti sér stað frá Evrópu til Kaliforníu. Ekki er vitað af hverju nafnið breyttist í „Shiraz“ en ein helsta kenning er að meðferð tungumálsins hafi einfaldlega bjagað upprunalega , en shiraz var ekki strax vinsælasta þrúgan í Ástralíu, það var önnur sem var kölluð „mataro“ og er ekkert annað en mourvèdre frá Spáni og Rhônedalnum, líka kölluð monastrell. Sennilega hefur þurft þennan tíma og reynsluna til að ná árangri sem við þekkjum í dag með shiraz-þrúgunni, sem er, ef svo má segja, fánaberi Ástralíu.

Hermitage hæðin í Rhône dalnum

En við vitum auðvitað að sama þrúgan getur gefið af sér gjörólík vín eftir því sem „terroir“ mótar hana og eftir því sem víngerðarmaðurinn ákveður að gera – til dæmis að tína berin snemma eða fullþroska og geyma vínið á eik eða ekki. Það liggur því í augum uppi að Shiraz vín frá Ástralíu getur verið nokkuð langt frá Syrah víni frá Rhône eða annars staðar í Evrópu en þó hefur það færst í aukana að hinn svokallaði nýji heimur sé að framleiða vín í sambærilegum stíl og gamli heimurinn með því að velja terroir vandlega sem hentar.

Vínin úr ástralskri Shiraz eru yfirleitt dekkri, kryddaðri (svartur pipar), þéttari, með mentólkeim og nokkuð hátt áfengisinnihald þar sem hún er mjög sykurrík. En vínin geta líka verið ljósari og hversdagsleg – svo fjölhæf er þrúgan. Frá Rhône-dalnum (þá erum við að tala um Norður-Rhône, Hermitage, Cornas, Crozes Hermitage, Côte Rôtie) kemur blómaangan í staðinn fyrir mentól og hvítur pipar í staðinn fyrir sterkari svartan pipar. Vínin verða alltaf rík í áfengi og þétt eftir því sem víngerðarmaðurinn velur, sama gildir um geymslu á tunnu eða ekki því þrúgan þolir báðar aðferðir afar vel.

Hér eru nokkur Syrah og Shiraz vín sem er hægt að mæla með:

E. Guigal Côte-Rôtie 2017 ***** (95)

Côte-Rôtie svæðið er nyrsta vínræktarsvæði Rónardalsins og mögulega eitt það áhugaverðasta. Svæðið er afar lítið, aðeins rétt rúmlega 200 hektarar eru undir vínvið, og er eftirspurn eftir þessum stórkostlegu vínum gríðarleg sem gerir það…

De Grendel Op Die Berg Syrah 2019 **** 1/2 (93)

Land: S-AfríkaHérað: Ceres Plateau Þrúga: 100% SyrahAnnað: 12 mánuðir á eikartunnumMatarpörun: Lambakjöt og naut. Ræður við tilturlega bragðmikla rétti. Op Die Berg þýðir einfaldlega “á fjallinu” og er það akkúrat þar sem að ávöxturinn…

Luca Laborde Double Select Syrah 2018 **** 1/2 (91)

Land: ArgentínaHérað: Uco ValleyÞrúga: SyrahMatarpörun: Hentar vel með bragðmiklum réttum. Steinliggur með hægelduðum nautarifjum t.d. en einnig með grilluðu lamba ribeye. Laura Catena er ein af áhrifamestu konum í vínheiminum í dag og meðan…

You might be interested in …

Leave a Reply