Wicker picnic basket with fruits and wine bottle on green grass at daytime

8 sumarvín sem mega ekki fara framhjá þér

Nú þegar sólin er farin að skína annað slagið og lofthiti farinn að detta upp fyrir tveggja stafa tölu er ekki úr vegi að byrja að fylla kælinn af ljúffengum vínum til að sötra á pallinum, pottinum, garðinum, svölunum, bústaðnum eða bara hvar sem ykkur dettur í hug.

Við höfum verið svo heppin að fá að smakka glás af frábærum og sumarlegum vínum síðustu vikur og fannst okkur tilvalið að taka saman góðan lista sem ætti að tryggja ykkur ansi ljúffengt vínsumar.

En hvað gera vín sumarleg? Auðvitað er þetta afar persónulegt mat og nokkuð víst að einhverjir kunna að vera ósammála þessum stutta lista en það sem færir okkur sól í hjarta í gegnum vínglasið eru oftar en ekki þurr og nokkuð fersk vín með góðan ávöxt sem oftar en ekki eru í einfaldari kantinum. Lykilatriðið þarna er samt ávöxturinn og skiptir það okkur ölllu máli að hann sé lokkandi og safaríkur. Sum vín eru þó einfaldlega þannig að þau öskra sumar á þig um leið og þeim er hellt í glasið. Hér eru 8 vín sem þú ættir að prófa í sumar.