Nú þegar sólin er farin að skína annað slagið og lofthiti farinn að detta upp fyrir tveggja stafa tölu er ekki úr vegi að byrja að fylla kælinn af ljúffengum vínum til að sötra á pallinum, pottinum, garðinum, svölunum, bústaðnum eða bara hvar sem ykkur dettur í hug.
Við höfum verið svo heppin að fá að smakka glás af frábærum og sumarlegum vínum síðustu vikur og fannst okkur tilvalið að taka saman góðan lista sem ætti að tryggja ykkur ansi ljúffengt vínsumar.
En hvað gera vín sumarleg? Auðvitað er þetta afar persónulegt mat og nokkuð víst að einhverjir kunna að vera ósammála þessum stutta lista en það sem færir okkur sól í hjarta í gegnum vínglasið eru oftar en ekki þurr og nokkuð fersk vín með góðan ávöxt sem oftar en ekki eru í einfaldari kantinum. Lykilatriðið þarna er samt ávöxturinn og skiptir það okkur ölllu máli að hann sé lokkandi og safaríkur. Sum vín eru þó einfaldlega þannig að þau öskra sumar á þig um leið og þeim er hellt í glasið. Hér eru 8 vín sem þú ættir að prófa í sumar.
C. Chiarli Vecchia Modena Premium 2019 **** 1/2 (91)
Ég hef komist að því í gegnum vínsmökkin mín að ég er því miður ekki laus við fordóma, en sem betur fer takmarkast þessir fordómar við vín. Þetta…
Villa Conchi Blush Brut **** (88)
Hér erum við með annað vín sem braut niður fyrirfram ákveðnar hugmyndir mínar (fordóma) um ákveðna týpu af vínum og í þetta sinn snérust þær um vín sem…
Luigi Baudana Dragon Bianco 2019 **** 1/2 (90)
Baudana víngerðin er í ein sú minnsta í Barolo og á víngerðin aðeins tæpa 3 hektara af landi undir vínvið. Árið 2009 eignaðist G.D Vajra víngerðina en framleiðir…
Loveblock Sauvignon Blanc 2020 **** ½ (90)
Loveblock var stofnað árið 2004 af þeim hjónum Erica og Kim Crawford og ættu þeir sem þekkja aðeins til Nýsjálenskra vína að kannast við nafnið, þar sem að…
Bodvar No. 7 Rosé 2020 **** 1/2 (90)
Nú er sólin farin að skína, vorið svo gott sem komið og margur íslendingurinn farinn að rífa fram stuttbuxurnar, hlýrabolinn og sólarvörnina með vonarglampa í augunum og bros…
G.D. Vajra Piemonte Monterustico Rosso 2017 **** (87)
Nokkuð jöfn blanda af Nebbiolo, Barbera og Dolcetta gerir þetta vín eins Piemontelegt og hægt er. Það er opið í nefi með ilmríkan ávaxtakeim sem einkennist af hindberjum,…
Kloof Street Chenin Blanc 2019 **** 1/2 (91)
Fyrir ekki svo löngu smakkaði ég rauða systkini þessa víns, Kloof Street Swartland Rouge 2018, sem var einstaklega vel gert og frambærilegt vín og það er alveg hægt…