Paololeo Pinot Grigio 2019 *** 1/2 (84)

Pinot Grigio er ein af þessum þrúgum sem allir kannast við en enginn tengir beinlínis við gæðavín eða þá fjölbreytileika. Ég get þó staðfest það að Pinot Grigio frá Veneto, eitt auðdrekkanlegasta vín sem þú getur fundið, er langt frá því að vera í líkindum við hin matarvænu og margslungnu Pinot Gris vínin frá Alsace – og hvet ég alla sem þetta lesa til að kynna sér muninn. Hér svo á ferðinni enn eitt dæmið sem er ansi ólíkt ofangreindum vínum og kemur þetta frá Puglia héraði, sem myndar hælinn á stígvélinu sem Ítalía er. Puglia hefur reynar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum úr Piniot Grigio en við réttar aðstæður og í réttum jarðveg getur þessi þrúga gefið af sér virkilega frískleg og skemmtileg vín.

Þetta tiltekna vín er einmiit í þeim dúr. Opinn og frísklegur ilmur af sítrónu, greip, hvítum blómum og grösugum tónum taka á móti þér með léttum steinefnakeim í bakgrunni. Ekkert flókið, bara ferskt og líflegt. Það er svo miðlungsbragðmikið, milt í munni með góða sýru sem gerir þetta enn líflegra og er að finna sömu hluti og í nefi – sítrusávextir í fleirtölu. Þetta hefur í raun sömu eiginleika og Pinot Gris frá Veneto en karakterinn er öllu líflegri.

Þetta er tilvalið vín til að dreypa á eitt og sér en á alveg eins heima með léttum fiskréttum þar sem sósa eða meðlæti er ekki yfirgnæfandi.

Okkar álit: Einfalt, ferskt og aðgengilegt.

Verð 2.390

You might be interested in …

Leave a Reply