Chateau Ste Michelle, sem hét áður Ste. Michelle Vintners, er staðsett í Woodinville í Washington héraði og státar af glæsilegri víngerð í frönskum Chateau stíl sem var bygð árið 1976. Framleiðslan er nokkuð mikil á alþjóðlega skalanum og það eru ekki margir sem vita að Chateau Ste. Michelle er einn af stærstu framleiðendum Riesling vína í heiminum. Það var einmitt af þeirri ástæða sem Ernie Loosen setti sig í samband við þá undir lok 20. aldar í leit sinni að öflugum liðsherja í vegferð sinni til að endurvekja vinsældir Riesling. Til varð Eroica verkefnið sem er enn í fullum gangi í dag þar sem Ernie og félagar framleiða háklassa Riesling vín þar sem gamli heimurinn og nýji heimurinn mætast.
Hér er á ferðinni Riesling frá Columbia dalnum og kemur ávöxturin frá ýmsum ekrum víngerðarinnar og annara víðs vegar um héraðið. Það er fölgult á litinn með opinn og vinalegan ávaxtailmur sem stekkur á þig knúsar þig. Þroskuð ferskja, apríkósur, melóna, sítróna og smá steinefni sem bindur þetta svolítið saman. Í munni er það hálfsætt með góða sýru sem viðheldur fínu jafnvægi. Þetta er frekar einfalt og auðvelt en á sama tíma vel gert. Hlaut gyllta glasið fyrr á árinu.
Okkar álit: Einfalt, ávaxtaríkt og hálfsætt. Auðdrekkanlegt.
Verð: 2.990 kr