Trimbach Riesling 2019 **** (87)

Maison Trimbach hefur verið viðriðið vínrækt í Alsace síðan árið 1626 og er það 12. og 13. kynslóð fjölskyldunnar sem er við stjórnvölin í dag undir dyggri leiðsögn Hubert Trimbach. Víngerðin er staðsett í þorpinu Ribeauvillé þar sem tveir turnar á húsi þeirra setja skemmtilega svip á þorpið og eru nokkurs konar kennileiti þess. Í dag á víngerðin um 50 hektara undir vínvið á nokkrum stöðum í Alsace m.a. í kringum Ribeauvillé en einnig hjá Bergheim og Hunawihr. Það er vert að nefna að eitt af allra bestu vínum Alsace kemur einmitt frá Trimbach en það kemur frá hinni stórkostlegu ekru Clus Sainte Hune og er gert úr Riesling. Þeir sem hafa tækifæri til að smakka það skulu ekki láta það fara fram hjá.

Þetta vín er hins vegar “standard” Riesling frá Trimbach og er vínið fölstrágyllt á litinn með nokkuð opinn ilm sem einkennist aðallega af steinefnum og sítrus til að byrja með. Eftir smá öndum koma afar frísklegir ávextir í ljós með peru og græn epli í aðalhlutverki en smá hunangstónar leynast þar á bakvið. Í munni er það skraufþurrt og vel frísklegt með fínlegan og smágerðan ávöxt. Það er nokkuð létt og er sítrusávöxturinn í bland við steinefni það helsta sem er að finna. Þetta er gríðarlega þurr stíll sem virkar kannski smá þunnur en er í raun býsna kraftmikill. Mundi virka vel með rækjukokteil með sítrónusafa t.d.

Okkar álít: Skraufþurr og frísklegur stíll sem víbrar af orku. Gefið þessu smá tíma í glasinu eða flöskunni, það er þess virði.

Verð: 3.199 kr

You might be interested in …

Leave a Reply