Cru Bourgeois – bestu kaupin í Bordeaux!

Það þekkja flestir flokkunina á Bordeaux vínum frá 1855 (Classification officielle des vins de Bordeaux de 1855) þar sem, í stuttu máli, Napoleon 3. fyrirskipaði að það skyldi flokka vínin í Bordeaux í 5 gæðaflokka til að hefja þau upp á Alheimssýningunni í París 1855. Þegar sú flokkun var gerð undir eftirliti Verslunarráðsins í Bordeaux var aðallega litið til verðs, þ.e. þau vín sem voru dýrust á 100 síðustu árum  á breska markaðnum duttu sjálfkrafa í hæsta flokkinn. Síðan þá hafa verið gerðar 3 breytingar á þeim og ber helst að nefna að Mouton Rothschild var færður úr annari deild (2eme Cru Classé) í efstu deild (1er Cru Classé). Annars er listinn nánast eins, sem mörgum finnst galið séstaklega þegar lítið er til þróun hjá þeim sem náðu þá ekki náð fyrir dómnefndinni. En það er líka til annað gæðakerfi í Bordeaux sem kannski færri vita af eða þekkja nógu vel til að tengja við sem kallast Cru Bourgeois og er það mun breytilegra en hið 166 ára gamla kerfi.

Cru Bourgeois flokkunin á einungis við um vín frá vinstri bakkanum:  Médoc, Haut-Médoc, Listrac-Médoc, Moulis-en-Médoc, Margaux, Saint-Julien, Pauillac and Saint-Estèphe og eru gæðaþrepin 3 talsins:

Cru Bourgeois (179)

Til þess að framleiðandi hljóti þessa vottun þá þurfa vínin að standast ákveðið gæðaeftirlit, sem felur í sér blindsmakk á síðustu 5 árgöngum og þurfa vínin að hljóta ákveðna einkunn til að standast prófið. Einnig þarf framleiðandinn m.a. að geta sýnt fram á ákveðna umhverfisvitund og sjálfbærni í umhverfismálum í framleiðslunni.

Cru Bourgois Superieur (56)

Hér er farið eftir sömu kríteríum og fyrir Cru Bourgeois en vínin þurfa að skora hærra í blindsmakkinu og kröfurnar um sjálfbærni eru meiri.

Cru Bourgois Exceptionel (14)

Hæsti gæðaflokkurinn. Aftur er það blindsmakkið sem vegur þyngst hér en vínin þurfa að ná topp einkunn í því til að koma til greina í þessum flokki. Einnig er framleiðsluferlið skoðað og þarf það að uppfylla ákveðnar gæðakröfur og að lokum eru kröfurnar um sjálfbærni mun strangari og ná þær yfir alla framleiðsluna.

Cru Bourgeois flokkunin var formlega tekin í notkun árið 1932 en hefur tekið alls konar breytingum síðan þá, féll niður vegna kæru, var endurvakin í einföldum stíl og loks fest í sessi endanlega fyrir árganginn 2020. Nýjasta breytingin var gerð árið 2020 og fól hún í sér að Cru Bourgeois flokkunin gildir ekki lengur um tiltekinn árgang heldur gildir flokkunin í 5 árganga í senn. Þetta gerir það að verkum að þeir framleiðendir sem hljóta einhverja af þessum þremur vottunum halda þeim í 5 ár en ekki 1 ár eins og var áður sem ætti að auðvelda neytendum að átta sig á hlutunum. Crus Bourgeois eru líklega í dag bestu kaupin í Bordeaux.

You might be interested in …

Leave a Reply