Geggiano Pontignano Chianti Classico 2018 **** (87)

Land: Ítalía
Hérað: Chianti Classico DOCG
Þrúga: Sangiovese og dass af Canaiolo
Matarpörun: Prófið með grilluðu lambaprime, bragðmiklum pastaréttum eða þroskuðum parmesan

Þéttur rúbínrauður litur og opinn ilmur. Rauður ávöxtur með súrum kirsuberjum, hindberjum og rifsberjum í aðalhlutverki en einnig er að finna dass af kryddi, rykugum tónum og smá “fönk” í lokin. Virkilega fersk og aðlaðandi lykt sem fær mann til að langa í meira. Það miðlungsþétt í munni, milt en með góða sýru, vel upp byggð tannín og flott jafnvægi milli þessara þriggja þátta. Leður, kirsuber og fersk tóbakslauf læðast inn undir lokin og gera þetta ögn meira spennandi.

Okkar álit: Frísklegur og aðlaðandi ávöxtur, gott jafnvægi og vel gert vín.

Verð 2.899 kr

You might be interested in …

Leave a Reply