Land: Argentína
Hérað: Uco Valley
Þrúga: Syrah
Matarpörun: Hentar vel með bragðmiklum réttum. Steinliggur með hægelduðum nautarifjum t.d. en einnig með grilluðu lamba ribeye.
Laura Catena er ein af áhrifamestu konum í vínheiminum í dag og meðan hún sinnir störfum sínum sem framkvæmdastjóri Catena víngerðarinnar og læknastörfum í Kaliforníu þá rekur hún á sama tíma nokkur verkefni, eins og hún kallar það, og er Luca víngerðin eitt þeirra. Luca víngerðin er nefnd í höfuðið á yngsta syni hennar og kemur ávöxturinn frá hinum ýmsu stöðum í Uco dalnum. Hér erum við með 100% Syrah og er vínið virðingavottur til hinna stórkostlegu Syrah vína frá Rhône í Frakklandi.
Vínið er dökkt yfirlitum og með djúpt dimmfjólublátt litarhaft. Ilmurinn er opinn og með hin klassísku einkenni Syrah þrúgunnar eins og t.d. fljólur, bláber, krækiber en auk þessa kemur eikin með sitt að borðinu og er að finna súkkulaðitóna, kaffi og vott af vanillu. Virkilega kraftmikill og margslunginn ilmur. Það er þétt og bragðmikið í munni með þétt og ljúf tannín og góða sýru til að halda jafnvæginu góðu. Virkilega falleg heild, frábær bygging og glæsilegt vín sem tekur miklum breytingum í glasinu með smá öndun.
Okkar álit: Þétt og bragðmikið vín og frábær túlkun á Syrah þar sem virðing við upprunann blandast saman við nýja tíma. Glæsilegt vín.
Verð 4.900 kr hjá UVAvino ehf
1 Comment