Land: Bandaríkin
Hérað: Lodi AVA
Þrúga:86% Cabernet Sauvignon og 14% Petite Sirah
Matarpörun: Bragðmikill, safaríkur tvöfaldur börger. Annars, grillað kjöt með bragðmiklu og jafnvel smá sæti meðlæti
Michael David víngerðin er var stofnuð af bræðrunum Michael og David sem eru fimmta kynslóð sinnar fjölskyldu sem kemur að ræktun á eignum fjölskyldunnar. Fjölskyldan á nokkuð víðáttumikið land (um 260 hektara) í Lodi í Californiu þar sem ræktun á alls konar mismunandi ávöxtum hefur átt sér stað síðan árið 1860. Í dag er fókusinn allur á ræktun vínviðs og með alla þessa hektara þá hafa þeir bræður ansi mikið svigrúm til að máta alls konar klikkaðar hugmyndir sem virðist ekki vera skortur á enda bræðurnir þekktir fyrir að fara ótroðnar slóðir.
Hér erum við með Cabernet Sauvignon úr grunnlínunni þeirra sem er blandað með dass af Petite Sirah og fær að þroskast í 13 mánuði á eikartunnum. Það er dökk fjólublátt á litinn og ansi þykkt að sjá. Ilmurinn er opinn og djúpur með glás af dökkum ávöxtum eins og plómum, sólberjum, bláberjum en einnig er eikin afar áberandi með allri sinni vanillu, dökku súkkulaðitónu og kaffi. Í munni er það silkimjúkt, hnausþykkt og í sætari kantinum með sama dökka, þykka ávöxt og var að finna í nefi. Sýra og tannín leika algjört aukahlutverk sem kemur aðeins niður á jafnvægið en ég get alveg ímyndað mér að þetta henti einhverjum bragðlaukum mjög vel þó svo að þetta sé ekki alveg minn smekkur.
Okkar álit: Dökkt, þykkt, þungt og pínu sætt. Afar aðgengilegt.
Verð 3.791 kr