Marques de la Concordia Reserva 2015 **** (87)

Land: Spánn
Hérað: DOC Rioja
Þrúga: 100% Tempranillo
Matarpörun: Smellpassar með hægelduðu lambalæri eða góðum manchego ost.

2015 árgangurinn í Rioja var einstaklega góður og er lýsandi dæmi um gæði árgangsins að uppskeran hafði aldrei átt sér stað jafn snemma í héraðinu. Mögulega hefur hlýnun jarðar eitthvað með það að gera líka en það er önnur umræða. Þetta Reserva frá Marques de la Concordia er gert úr 100% Tempranillo sem er nokkuð óalgengt og fær það að þroskast í 24 mánuði á amerískum og frönskum eikartunnum áður en það er látið þroskast í eitt ár til viðbótar í flösku áður en það er sett á markað.

Fallega ljósrautt að sjá og opið í nefi. Kryddaður ilmur í bland við góðan og dæmigerðan Rioja ávöxt á borð við kirsuber, hindber og jarðarber. Bakvið þetta tiplar síðan ljúf vanilla og skógarbotn með þessari fínu heild. Í munni er það miðlungs bragðmikið með ljúf tannín og góða sýru. Eikartónarnir eru ansi áberandi en ekki yfirþyrmandi þó vissulega séu þeir í forgrunni. Ávöxturinn er á sömu nótum og í nefi en leika þó meira aukahlutverk í munni. Sæmilega langt og hangir það á ljúfum vanillunótum.

Okkar álit: Virkilega klassískt Rioja sem er vel gert og ekki krefjandi en þó nokkuð margslungið.

Verð 3.575 kr

You might be interested in …

1 Comment

Leave a Reply