De Grendel Amandelboord Pinotage 2020 **** (89)

Land: S-Afríka
Hérað: Ceres Plateau
Þrúga: 100% Pinotage
Annað: 12 mánuðir á frönskum og amerískum eikartunnum
Matarpörun: Gæti séð þetta smellpassa með hægreyktum nauta short ribs

Pinotage hefur gengið í gengum súrt og sætt síðasta áratuginn þó svo að sæti parturinn hafi verið ansi stuttur. Þrúgan er blanda af Pinot Noir og Cinsault (sem hét áður Hermitage í S-Afríku) og var fyrst búin til á þriðja áratug síðustu aldar. Hún sótti í sig veðrið og náði ákveðum hápunkti á sjöunda áratugnum en var fórnarlamb óvandaðra víngerðar fljótlega í kjölfarið og hrundu vinsældir hennar, sem og sala. Nú virðist þrúgan vera að ná ákveðnum vinsældum á ný með tilkomu nýrrar kynslóðar víngerðarmanna í S-Afríku, sem virðast hugsa meira um gæði en magn. Vínsíðurnar fylgjast gríðarlega spennt með þeirri þróun og hér erum við með virkilega góðan fulltrúa.

Dimmfjólublátt á litinn með galopinn ilm sem tekur hlýlega á móti þér. Ferskur rauður ávöxtur á borð við vel djúsí kirsuber í blam við dekkri ávöxt eins og t.d. plómur og sólber. Ljúf krydd i nefi líka og smá karamellutónn sem umlýkur þetta á skemmtilegann hátt. Nokkuð þétt og bragðmikið í munni með virkilega ljúf tannín sem gera ekkert annað en að styðja við heildina með hjálp ferskleikans sem er gríðarlega mikilvægur fyrir þetta vín. Ávöxturinn er ýfið dekkri en í nefi og hangir eftirbragðið lengi á honum sem og mildum eikartónum. Ef þetta er vegferðin sem Pinotage er á þá er ég gríðarlega spenntur fyrir því sem koma skal.

Okkar álit: Virkilega vandað Pinotage frá gríðarlega vönduðum framleiðanda.

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading