Colmant Brut Reserve Cap Classique **** (88)

Land: S-Afríka
Hérað: Franschhoek, Robertson and Elgin
Þrúga: 52% Pinot Noir og 48% Chardonnay
Annað: 30 mánuðir sur lie
Matarpörun: Eitt og sér sem fordrykkur eða með sushi, ostrum og öðrum léttum sjávarréttum

Cap Classique er heiti sem varð til fyrir um 50 árum þegar nokkrir af metnaðarfyllri freyðivínsframleiðendum S-Afríku tóku sig til og bjuggu til flokkun sem átti að aðgreina gæða freyðivín landsins frá hinu fjöldaframleiddu bulk freyðivíni sem var framleitt á þeim tíma. Cap Classique er framleitt samkvæmt hinni hefðbundnu aðferð, eða Méthode traditionelle, sem þýðir að vínin eru framleidd á sama máta og kampavín og cava til dæmis. Oftar en ekki eru sömu þrúgur notaðar og í Champagne þ.e.a.s. Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier sem gerir það að verkum að vínin gefa kollegum sínum frá Norður Frakklandi ekkert eftir. Þó svo að flokkurinn sé ungur er að finna gríðarleg gæði og frábær kaup í þessum vínum og mæli ég með að hafa augun opin fyrir þeim. Hér erum við sem dæmi með geggjaðan fulltrúa.

Þetta er fölgyllt á lit með fínlegum loftbólum. Ilmurinn er opinn með græn epli, sítrus, greip, ljúfum marsipan, brioche og nettum brauðgerstónum bakvið. Í munni er það þurrt og ferskt með loftbólum sem láta aðeins finna fyrir sér en hverfa svo hratt. Græn epli, perur, melóna og sítrus ráðandi í munni hangir frekar stutt eftirbragðið á þeim nótum. Mæli með að drekka strax en má alveg geyma í nokkur ár.

Okkar álit: Fínlegt, fágað og mjög klassískt. Vel gert freyðivín sem mundi örugglega blekkja einhverja kampavínsunnednur.

Verð um 3.500 kr

You might be interested in …

Leave a Reply