Síðastliðinn sunnudag fékk ég þann heiður, eins og áður, að sitja í dómnefnd Gyllta glassins. Þetta var önnur umferð ef svo má segja þar sem að í vor fór fram fyrri hluti þar sem nýji heimurinn var tekinn fyrir. Í þetta sinn voru vínræktarsvæði norðan við miðbaug tekin fyrir og var verðbilið 2.490 kr – 4.000 kr. Vínin voru 103 talsins og því gríðarlega stórt verkefni fyrir það hugrakka fólk sem mætti en þetta hafðist fyrir rest.

Fyrirkomulagið er þannig að dómarar smakka öll vín blint og gefa einkunn eftir hinum svokallaða Parker skala eða 80-100 stig. Meðalskor allara vína er svo reiknað út og þau 5 hvítvín og 10 rauðvín sem sem hljóta hæstu meðaleinkunn hreppa Gyllta glasið. Eins og venjan er þá hlutu 5 hvítvín Gyllta glasið og 10 rauðvín.
Gaman er að sjá tvö Rielsing vín þarna meðal 5 efstu hvítvína en það kemur mér ekkert á óvart enda bæði frábær vín eins og vinir og vandamenn Vínsíðanna vita. Hér eru sigurvegarar seinni umferðar 2021:
Hvítvín:
Baron de Ley ,,Tres Vinas“ Blanco Reserva 2019, 3.099 kr
Dr Loosen Erdener Treppchen Riesling Kabinett 2020, 2.899 kr
Willm Riesling Reserve 2020. 2.899 kr
Gentil Hugel 2019, 2.690 kr
Hugel Gewurztraminer 2018, 3.690 kr
Rauðvín:
Gérard Bertrand An 1189 Pic Saint Loup 2019, 2.999 kr
Gérard Bertrand An 560 Tautavel 2019, 2.999 kr
Mommessin Beaujolais-Villages 2020, 3.199 kr
Ca´della Scala Messopiano Ripasso 2018, 3.370 kr
Tommasi Ripasso 2018, 3.499 kr
Tommasi Surani Heracles Primitivo 2019, 3.199 kr
Chateau L’Hospitalet La Reserve ,,La Clape“ 2020, 3.699 kr
Domaine de Villemajou 2019, 3.999 kr
Chateau Goumin 2018, 2.699 kr
Chateau Bonnet Reserve 2014, 3.199 kr
Lamothe Vincent Heritage 2018, 2.799 kr
E. Guigal Côtes du Rhône 2018, 2.899 kr
Cazes Hommage 2019, 2.799 kr
La Baume Syrah 2020, 2.599 kr
Musar Jeune 2019, 3.199 kr