De Grendel Rubaiyat 2017 **** 1/2 (93)

Land: Suður Afríka
Hérað: Durbanville
Þrúga: 51% Cabernet Sauvignon, 39% Petit Verdot, 9% Merlot and 1% Cabernet Franc
Annað: 18 mánuðir á nýjum frönskum eikartunnum
Matarpörun: Ekta vín með fallega fitusprengdu ribeye. Mundi líka passa vel með bragðmiklum kjötréttum eins og t.d. Boeuf Bourguignon.

Hér er á ferðinni flagskip De Grendel víngerðarinnar og er nafnið Rubaiyat vísun í rit Omar Khayyam frá 10. öld sem innihélt 1000 Persnesk ástarljóð og var það í sérstöku uppáhaldi hjá Sir David Graaff, stofnanda De Grendel. Á miða vínsins er einmitt ferskeytla úr ritinu og er ný ferskeytla sem prýðir hvern árgang. Vínið er í anda svokallaðra Bordeaux blanda og inniheldur það Cabernet Sauvignon, Petit Verdot, Merlot og dass af Cabernet Franc. Vínið er svo geymt á frösnkum eikartunnum i 18 mánuði.

Þetta er þétt og dimmrautt að sjá og með nokkuð opinn ilm en það er augljóst að það er ekki að sýna allar sínar réttu hliðar. Eftir smá þyrlun kemur fram kryddaður ilmur af hvítum og svörtum pipar ásamt kanil og kaffitónum sem blandast saman við safaríkan rauðann ávöxt á borð við kirsuber, jarðarber og sólber. Eikin er svo vel samofinn þessu öllu saman og gefur þessu aukna dýpt. Frábær ilmur. Í munni er það þétt og kraftmikið með ansi kröftug tannín sem er þó ljúf á sama tíma. Góð sýra virkar sem gott mótvægi við þéttleikann. Eikin er mun meira áberandi í munni en í nefi og hangir langt eftirbragðið á þeim nótum. Þetta vín er frábært núþegar en ég er handviss um að 5-10 ár eigi eftir að gera þetta að mögnuðu víni. Ef þið nennið ekki að geyma það svo lengi skulið þið allavega umhella þessu í dágóða stund.

Okkar álit: Frábært vín! Bragðmikið og kröftugt vín sem þarfnast umhellingar. Enn ein perlan frá S-Afríku!

Verð: Um 5.000 kr

You might be interested in …

Leave a Reply