Gert úr Tinta Roriz, Touriga Franca og Touriga Nacional og kemur ávöxturinn frá Quinta do Vau sem liggur á hægri bakka Douro. Vínið er framleitt á staðnum og geymt fram á vor áður en því er ferjað niður til Porto þar sem það er geymt í vöruhúsi Sandeman á eikartunnum í um 2 ár.
Liturinn er þéttur og er komnir brúnir tónar annars dimmrautt vínið. Ilmurinn er opinn, þroskaður og vottar fyrir smá oxunartónum sem láta sig þó hverfa ansi fljótt. Sveskjur, döðlur, kanill, pipar og dökk ber eru í aðalhlutverki í nokkuð margslungnum ilm sem opnast rækilega eftir smá öndun. Það er svo ansi þétt og sætt í munni með góð tannín og kraftmikinn karakter. Þurrkaðir ávextir og krydd eru í aðalhlutverki og það er eiginlega sláandi, sem og lýsandi fyrir árgangsportvín, hversu unglegt vínið er þrátt fyrir að vera 22 ára gamalt. Virkilega langt eftirbragð og greinilegt að þetta vín á nóg eftir. Opnast töluvert þannig að ég mæli með varlegri umhellingu.
Okkar álit: Kraftmikið, margslungið og unglegt. Alvöru árgangsportvín sem er afskaplega aðgengilegt. Góð kaup!
Verð: 6.050 kr