Hér erum við með eitt vinsælasta portvínið á markaðnum í dag og er alveg hægt að skilja hvers vegna. Það var fyrst sett á markað árið 1969 og var því ætlað að brúa bilið milli árgangsportvína og yngri portvína – svolítið eins og LBV. Það fær fær að dvelja í stórum, gömlum eikartunnum í nokkur ár áður en það fer í flösku sem ljáir víninu meiri dýpt og persónuleika en venjulegt Ruby portvín.
Vínið er afar þétt og dökkt yfirlitum með opinn og frekar þéttan ilm af sætum, þurrkuðum ávöxtum eins og t.d. döðlum, rúsínum og sveskjum ásamt dass af kryddi, lakkrís og sírópstónum í bakgrunni. Nokkuð skemmtilegur ilmur fyrir Ruby að vera. Í munni er það sætt, bragðmikið og nokkuð einfalt með áhersluna á dökkan ávöxtinn, krydd og smá vanillu í lokin. Mild tannin gefa þessu góða byggingu.
Okkar álit: Einfalt og aðgengilegt portvín með góða byggingu. Kannski ekki margslungnasta portvín sem er til en skil vel vinsældir vínsins.
Verð 5.000 kr