Quinta Do Portal LBV 2013 **** 1/2 (91)

Quinta do Portal er í eigu Mansilha fjölskyldunnar sem hefur verið framarlega í framleiðslu portvína í yfir 100 ár en fjölskyldan hefur leikið stórt hlutverk í Douro dalnum alveg síðan á 15. öld. Það er þó ekki fyrr en seint á síðustu öld sem fjölskyldan fer að einbeita sér sérstaklega að vínframleiðslu og hefur hún síðan þá fjárfest mikið í vínekrum í Douro dalnum og þá sérstaklega í Pinhao svæðinu í hjarta dalsins. Í dag á hún um 100 hektara undir vínið og framleiðir meðal annars glæsileg og nútímalega portvín. Hér erum við með 2013 LBV frá þeim sem inniheldur nokkuð jöfn hlutföll af Touriga Nacional, Tinta Roriz og Touriga Franca og fær það að þroskast í um 4 ár í stórum gömlum eikartunnum eins og reglur segja til um.

Vínið er frekar unglegt og dimmrautt á litinn. Ilmurinn er sæmilega opinn með kryddaðan ilm í byrjun en hann opnast fljótt og koma þá fram dökk ber á borð við sólber, bláber og krækiber í blandi við dökkt súkkulaði. Ávöxturinn er nokkuð ferskari en mörg önnur LBV sem ég hef smakkað, sem er hressandi tilbreyting. Það er þétt, bragðmikið og sætt í munni með ljúf tannín sem ramm inn glæsilega byggingu. Ávöxturinn er þurrkaðri en var að finna í nefi og líkari því sem gengur og gerist og endar það á krydduðum nótum með vott af mokka. Mæli með að umhella.

Okkar álit: Fallegt og vel gert. Þroskaður karakter í bland við unglegan ávöxt.

Verð 5.499 kr

You might be interested in …

Leave a Reply