Gaba do Xil Gordello 2019 **** 1/2 (88)

Það er svo geggjað þegar maður kemst framhjá Rioja mýrinni og fer að uppgötva alla fjársjóðina sem Spánn hefur upp á að bjóða. Hér er einn slíkur í formi Gordello þrúgunnar sem fæstir hafa væntanlega heyrt talað um. Gordello var á barmi útrýmingar um miðja 20. öld þegar bókstaflega örfáar plöntur voru ennþá á lífi en fljótlega upp úr 1970 fór af stað verkefni sem Horacio Fernández og Luis Hidalgos leiddu. Markmiðið var einfalt, að bjarga Gordello. Hún þrífst nú vel í Galísíu í N-Vestur hluta Spánar og það er einmitt í Valdeorras héraðinu sem hún hefur verið að ná sem bestum árangri. Hér erum við frábær eintak sem ég hvet alla til að prófa því það er svo leiðinlegt að drekka alltaf það sama.

Vínið er ljósgult á litinn og er ilmurinn opinn og gríðarlega ferskur. Græn epli, lime, grösugir tónar, steinefni og vottur af greip í aðalhlutverki. Yndislegur ilmur sem fyllir þig löngun í að smakka vínið tafarlaust. Í munni er það miðlungsþétt með góða sýru og græna tóna. Svipaður ávöxtur og var að finna í nefi með lime, peru, epli og nýslegið gras í forgrunni. Nokkuð langt eftirbragð og spretta fram ljúfir hunangstónar í lokin sem gerir þetta enn áhugaverðara. Þetta vín öskrar á sjávarfang og mundi það plumma sig vel með humarsúpu t.d. eða pönnusteiktum lax.

Okkar álit: Brakandi ferskt og afar áhugavert vín. Aðlaðandi í alla staði.

Verð 3.399 kr

You might be interested in …

1 Comment

Leave a Reply