Þetta fallega vín kemur frá Torre de Oña víngarðinum, sem er í eigu hins gríðarlega virta La Rioja Alta, og er staðsett í Rioja Alavesa sem er hið minnsta af þremur undirhérðuðum Rioja héraðsins. Vínið er gert úr 100% Tempranillo og er 60% af uppskerunni látin þroskast á nýjar amerískar eikartunnur í 16 mánuði á meðan að restin fær að dúsa í notuðum frönskum eikartunnum í 16 mánuði líka auðvitað.
Opinn og afar mildur, samofinn ilmur af kirsuberjum, jarðarberjum vanillu, eik og smá lakkrís tekur á móti manni við fyrstu kynniog er jafnvægið og samstillingin til fyrirmyndar. Í munni er það nokkuð ferskt með fallegan ávöxt og gríðarlega mjúk tannín. Kirsuber og jarðarber eru í forgrunni en mild krydd lúra í bakgrunninum ásamt dass af balsamik. Klassískt Rioja vín en samt ekki og virðist það vera einmitt það sem víngerðarmaðurinn vill ná fram. Uppbyging vínsins er algjörlega til fyrirmyndar, jafnvægi virkilega gott og endingin löng. Okkar álit: Virkilega vel gert Rioja vín sem gefur mun dýrari kollegum sínum ekki þumlung eftir. Gríðarlega góð kaup.
1 Comment