Campo Viejo Gran Reserva 2014 **** (86)

Campo Viejo vínin ættu að vera Íslendingum vel kunn enda hafa þau verið með nokkuð fast hillupláss í vínbúð landsmanna eða þá í fríhöfninni. Vínin frá þeim eru undantekningalaust afskaplega vel gerð, aðgengileg og það sem virðist vera mikilvægast – vel prísuð. Hér erum við með Gran Reserva frá þeim sem þýðir einfaldlega að vínið er búið að þroskast þó nokkuð áður en það fer í sölu, eða samtals 5 ár þar sem 2 ár eru að lágmarki á eikartunnum og önnur 2 ár í flöskunni. Framleiðandinn fær svo listrænt frelsi til að nýta þetta eina ár á þann veg sem hann kýs en það verður þó að vera geymsla í annað hvort flösku eða eikartunnu.

Þetta Gran Reserva er með nokkuð þéttann og rústrauðann lit. Ilmurinn er vel opinn með vanillu og kókos í algjöru aðalhlutverki. Eftir smá öndun og góða leit kemur fram rauður ávöxtur á borð við jarðarber og kirsuber ásamt léttum kryddum fram en þetta á smá erfitt uppdráttar þar sem að eikin er rosalega ráðandi. Í munni er það miðlungs bragðmikið með góðan ferskleika og temmilega en dálítið þurr tannín. Vanillann og kókosinn halda áfram að ráða ferðinni en ávöxturinn fær aðeins meira pláss í munni heldur en í nefi. Drekkið þetta með lambahrygg eða læri.

Okkar álit: Mikið eikað vín sem þarf aðeins að stilla strengina.

Verð 3.199 kr

You might be interested in …

1 Comment

Leave a Reply