Tommasi Ca’Florian Amarone Riserve 2012 **** 1/2 (94)

Tommasi þekkja allir. Svo einfalt er það. En það eru ekki margir sennilega ekki margir sem þekkja þetta frábæra vín enda verðmiðinn kannski eitthvað sem fær meira að segja hörðustu Tommasi-ista til að hugsa sig tvisvar um. Ca’Florian ekran sem er í eigu Tommasi er ein sú elsta og mögulega sú besta sem víngerðin hefur til umráða fer ávöxturinn þaðan í þetta magnaða vín. Ekran telur tæpa 5 hektara og er meðalaldur vínviðsins þar um 30 ár þó svo að margar plöntunarnar séu mun eldri. Hinar sígildu Corvina, Rondinella og Molinara vaxa þar á manngerðum “svölum” og horfa plöntunar til suð-vesturs sem gefur þeim gótt aðgengi að sólargeilsum allann daginn. Berin eru hadntýnd og látin liggja í þurrk á strámottum í 100 daga eins og hefðin gerir ráð fyrir þegar um Amarone vín er að ræða en þegar vínið er klárt fær það að þroskast í 4 ár á tunnum og stórum eikarámum. Þeir sem þekkja Amarone vín vita vel hvað þetta eru sérstök vín sem skera sig úr hópnum en það má svo sannarlega segja að þetta skeri sig enn frekar úr.

Vínið er rauðbrúnt á litinn og kominn smá þroskamerki í það. Ilmurinn er opinn og þroskaður með sveskjur, rúsínur, sultuð kirsuber, mild krydd, leður, sveppi, skógarbotn, döðlur, lakkrís og frískleg rifsber í bakgrunninum. Djúpur, þroskaður Amarone ilmur, algjört nammi. Það er kröftugt og bragðmikið í munni með lýgilega ungleg tannín og smá sætutón. Sultaðir og þurrkaðir ávextir eru á sínum stað í bland við leður, sveit og krydduðum ávaxtatónum í lokin. Þetta er stórt og mikið vín sem er samt svo elegant og vel smíðað. Það á helling eftir og mæli ég með umhellingu eða nokkura ára geymslu. Drekkið þetta með þroskuðum hörðum ostum en getur einnig gengið með bragðmeiri kjötréttum.

Okkar álit: Kröftugt og bragðmikið vín sem er þó elegant á sama tíma. Virkilega glæsilegt Amarone sem má alveg geyma í nokkur ár til vilbótar.

Verð 10.199 kr

You might be interested in …

1 Comment

Leave a Reply