Champagne Billecart-Salmon Brut reserve NV **** 1/2 (92)

Saga Billecart-Salmon hljómar ansi kunnuglega fyrir þá sem hafa kynnt sér sögu kampavínshúsa. Árið 1818 eru þau Nicolas François Billecart og Elisabeth Salmon voru gefin saman og við þá athöfn varð til kampavínshúsið Champagne Billecart-Salmon. Húsið, sem er staðsett í Mareuil-sur-Aÿ, er eitt af fáum húsum sem er ennþá fjölskyldurekið og er þar í góðum hóp kampavínshúsa á borð við Laurent Perrier og Pol Roger. Þetta vín er blanda, eins og flest önnur NV kampavín, og samanstendur blandan af 30% Pinot Noir frá Montagne de Rheims og Grande Vallée de la Merne svæðunum ásamt 40% Pinot Meunier frá svipuðum slóðum. Restin er svo Chardonnay frá nokkrum vel völdum ekrum frá hinum ýmsu svæðum í Champagne. Allt að 60% af blöndu, eða Cuvée, hvers árs er geymsluvín fyrri ára og er lokablandan gerð úr víni síðustu þriggja ára. Það er að lokum geymt í 30 mánuði á í flöskunni (sur lie) áður en það er sett á markað.

Vínið er fallega fölgyllt með opinn og ávaxtaríkan ilm þar sem epli, bæði bökuð og fersk, spila stórt hlutverk. Ljúfir perutónar, nánast perubrjóstsykurstónar, slást í hópinn ásamt blómum og léttum hafrakextónum. Fínlegur og aðlaðandi ilmur. Í munni er það þurrt, ferskt og nokkuð bragðmikið með flotta fyllingu. Fresk epli með léttum marsipan, greip og sitrus er áberandi og endist það í töluverðan tíma. Gríðarlega ljúffengt kampavín.

Okkar álit: Fínlegt, bragðmikið og virkilega ljúffengt kampavín.

Verð 7.190 kr

You might be interested in …

Leave a Reply