Pol Roger Brut Reserve NV **** 1/2 (92)

Pol Roger kampavínshúsið var stofnað árið 1849 af Pol nokkrum Roger, þá aðeins átján ára, og kom fyrsta kampavínið á markað nokkrum árum seinna. Enn þann dag i dag eiga afkomendur Pol Roger hlut í fyrirtækinu sem er orðið nokkuð fágætt þessa dagana. Eins og frægt er þá myndaðist mikil vinátta milli hinnar fögru Odette Pol Roger, eiginkonu barnabarns Pol Rogers, og Winston Churchill og varð Winston mikill aðdáandi kampavínshússins og framleiðir kampavínshúsið Cuvée Sir Winston Churchill, topp vín hússins, honum til heiðurs í dag. Hér erum við hins vegar með auðmjúkt en glæsilegt NV (non vintage) kampavín sem er framleitt úr jöfnum hlutföllum af Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay og er það svo geymt í fjögur ár í dimmum kjöllurum hússins áður en það er loks sett á markað.

Vínið er fölgyllt með fínlegar loftbólur og opinn ilm af ferskum sítrusávöxtum, súrdeigsbrauði, kexi, rauðum eplum og steinefni í bakgrunninum. Ansi margslunginn og mikill ilmur sem kveikja heldur betur á bragðlaukunum. Í munni er það þurrt og ferskt með frábært samspil milli ávaxtar og gertóna. Langt og fallegt eftirbragð.

Okkar álit: Fínlegt en bragðmikið. Margslungið en auðdrekkanlegt. Frábært kampavín.

Verð 7.499 kr

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading