Veuve Clicquot Brut NV **** 1/2 (93)

Saga Barbe-Nicole Ponsardin, eða Veuve Clicquot eins og við þekkjum hana kannski betur, er ansi mögnuð og má með sanni segja að hún eigi stórann þátt í að kampavín sé sá drykkur sem hann er í dag. Hún var ein af fyrstu konunum til að stjórna alþjóðlegri vínframleiðslu á tímum sem konur áttu ekki að gera mikið meira en að fæða börn og hugsa um þau. Hún var eitursnjöll viðskiptakona og sýndi það ítrekað að hún var kjarkmeiri og ákveðnari en karlkyns kollegar hennar og var hún óhrædd við að fara ótroðnar slóðir í leit sinni að nýjum viðskiptatækifærum. Sagan segir að hún hafi fundið upp aðferðina við að losna við dautt ger í kampavínsflöskum (remuage), sett á markað fyrsta árgangskampavínið og framleitt fyrsta rósakampavínið. Saga hennar er í raun efni í heillanga grein og aldrei að vita nema að hún sjá dagsins ljós á Vínsíðunum fljótlega.

Hér erum við með Brut NV (non vintage) frá ekkjunni sem skartar hinum einkennandi gula miða kampavínshússins. Vínið er fallega fölgyllt á litinn með nettum loftbólum og er ilmurinn opinn með ferskum grænum eplum í byrjun en einnig eru að finna perur, perubrjóstsykur, grahamskex og sítrónubörk. Nokkuð margslunginn og fínlegur ilmur. Í munni er það þurrt og ferskt með sömu perum, grænum eplum, sítrónum og hafrakexi og var að finna í nefi. Eftirbragðið er nokkuð langt og bragðmikið.

Okkar álit: Fágað, bragðmikið og dásamlegt kampavín.

Verð 6.998 kr

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading