Bailly-Lapierre Brut Reserve **** (88)

Það virðist hafa orðið einhver vakning meðal landands á þessu ári og finnst mér ég heyra æ oftar talað um Crémant de Bourgogne og hvað það sé æðsilegt. Ekki það að þetta komi mér neitt á óvart því ef við hugsum út það þá er það gert á sama hátt og kampavín á mjög svipuðum stað og að miklu leiti úr sömu þrúgum. Og já alveg rétt, það kostar helminginn af því sem kampavínsflaska kostar. Þetta er eiginlega no brainer. Bailly Lapierre hefur leitt þessar vinsældir ef eitthvað má marka sölutölur og hér erum við með Brut frá þeim sem er gert úr öllum þeim þrúgum sem eru leyfðar á svæðinu eða Chardonnay, Gamay, Pinot Noir og Aligoté og svo geymt á flöskum eins og hefðin segir til um í 12 mánuði að meðaltali.

Vínið er fölgyllt á litinn með nettar loftbólur. Ilmurinn er pínu feiminn í byrjun en opnast svo loks á gulum eplum, kantalópu, perubrjóstsykur, brioche, smá marsipan og sítrus í lokin. Vel samansettur ilmur. Í munni er það ferskt og þurrt með góða fyllingu og sæmilega langt eftirbragð. Steinefni, sítróna, súrdeigsbrauð og gul blóm leika lausum hala í bragðinu og gera þetta fskaplega aðlaðandi og auðdrekkanlegt.

Okkar álit: Aðlaðandi, fínlegt og auðdrekkanlegt. Þarf eitthað meira?

Verð 2.698 kr

You might be interested in …

Leave a Reply