La Marca Prosecco **** (87)

Vinsældir Prosecco á heimsvísu hafa ekki sýnt nein merki þess að þær séu að minnka og ef eitthvað er þá er þessi léttfreyðandi drykkur sem gerður er úr hinni lítt þekktu Glera þrúgu bara að gefa í. Það hefur væntanlega ekkert hægt á sölu þegar nýr Prosecco flokkur, Prosecco Rosé, var leyfður árið 2020. Hér erum við hins vegar með “venjulegt” Prosecco frá La Marca sem kaupir ávöxtinn af fjöldann allann af ræktendum viðs vegar innan skilgreinds Prosecco svæðis.

Liturinn er afskaplega daufstrágulur og loftbólurnar nokkuð digrar. Ilmurinn er galopinn og gríðarlega aðlaðandi með blómum út um allt sem róast eftir smá öndun og hleypa perum, ferskjum og hunangsmelónu að. Frekar einfaldur ilmur en þessi dæmigerði Glerasjarmi, sem hefur gert Prosecco svona brjálæðislega vinnsæll, er í botni. Í munni er það þurrt og ferskt með nokkuð góða sýru. Nokkuð bragðmikið og einkennist það af hunangsmelónu, gulum blómum, grösugum tónum og ferskum kryddjurtum.

Okkar álit: Mjög sjarmerandi og einfalt Prosecco.

Verð 2.098 kr

You might be interested in …

Leave a Reply