Nokkur freyðandi vín til að kveðja árið með

Það er ekkert annað hljóð sem boðar jafn mikinn fögnuð og gleði eins og hljóðið sem heyrist þegar tappi skýst úr freyðivínsflösku. Það er óskráð staðreynd. Það er líka óskráð staðreynd að þegar að fagna eigi einhverju þá skal opna freyðivín. Nú er árið 2021 að renna sitt skeið og eru eflaust margir sem ætla að fagna endalok þess ærlega enda mikið búið að ganga á hjá flestum, hvort sem það er einangrun, ítrekuð sóttkví eða eitthvað örlítið gleðilegra. Hvað sem það er þá mæli ég eindregið með að kveðja þetta ár með ljúfum og hressandi bubblum. Fyrir fróðleiksfúsa þá birti ég grein á Vínsíðunum fyrr á árinu um freyðivín sem má finna hér, vonandi kemur hún eitthvað að gagni við að skilja þennan töfrandi drykk sem hefur glatt svo marga í gegnum aldirnar.

En hvað á svo að velja til að hafa á áramótunum? Ekki gott að segja, en hér eru allavega nokkur freyðivín sem Vínsíðurnar fengu að kynnast á árinu og er óhætt að mæla með. Vonandi hjálpar þetta ykkur eitthvað.

Kampavín

Veuve Clicquot Brut NV **** 1/2 (93)

Saga Barbe-Nicole Ponsardin, eða Veuve Clicquot eins og við þekkjum hana kannski betur, er ansi mögnuð og má með sanni segja að hún eigi stórann þátt í að kampavín sé sá drykkur…

Pol Roger Brut Reserve NV **** 1/2 (92)

Pol Roger kampavínshúsið var stofnað árið 1849 af Pol nokkrum Roger, þá aðeins átján ára, og kom fyrsta kampavínið á markað nokkrum árum seinna. Enn þann dag i dag eiga afkomendur Pol…

Champagne Barons de Rothschild Brut NV **** (91)

Það segir sig sjálft að ein ríkasta og voldugasta fjölskylda Evrópu, Rothschild fjölskyldan, skuli eiga kampavínshús en það eina sem vekur undrun er að það skuli ekki hafa gerst fyrr en árið…

Nicolas Feuillatte Rose Reserve Exclusive Brut NV **** (89)

Það virðist ekki vera lenskan hjá stofnendum kampavínshúsa að kafa djúpt ofan í hugmyndabankann þegar kemur að nafngiftum á húsinu, því undantekningalaust virðast húsin vera nefnd eftir eiganda þeirra. Champagne Nicolas Feuillatte…

Crémant

Bailly-Lapierre Brut Reserve **** (88)

Það virðist hafa orðið einhver vakning meðal landands á þessu ári og finnst mér ég heyra æ oftar talað um Crémant de Bourgogne og hvað það sé æðsilegt. Ekki það að þetta komi mér…

Willm Crémant d’Alsace Brut **** (88)

Willm hefur komið mér skemmtilega á óvart á árinu sem er að líða með virkilega frambærilegum vínum og er Willm Riesling Reserve 2019 til dæmis eitt af skemmtilegri vínum sem ég smakkaði á árinu.…

Bailly-Lapierre Rosé Brut **** (87)

Það þekkja flestir Bailly-Lapierre Réserve Brut enda eitt af söluhærri freyðivínum vínbúðanna þetta árið. Hér erum við með spánýtt Crémant Rosé frá þeim sem er gert úr Pinot Noir og Gamay sem eru rauðvínsþrúgurnar…

Willm Brut Rosé **** (85)

Þó svo að freyðivínin frá Búrgúndí, Crémant de Bourgogne, hafi tekið all myndarlegt stökk uppávið í vinsældum þetta árið finnst mér frændsystkini þess frá Alsace eiga fullt inni og vona ég innilega að þau…

Cava

Villa Conchi Blush Brut **** (88)

Hér erum við með annað vín sem braut niður fyrirfram ákveðnar hugmyndir mínar (fordóma) um ákveðna týpu af vínum og í þetta sinn snérust þær um vín sem bera orðið blush. Þetta…

Codorniu Classico Rosado Brut **** (85)

Codorniu er einn af þessum nöfnum sem hafa verið til í vínbúðunum hérlendis síðan ég man eftir mér. Það er svosem ekki bara bundið við hillur okkar vínbúða heldur er þetta gríðarstór…

Prosecco

La Marca Prosecco **** (87)

Vinsældir Prosecco á heimsvísu hafa ekki sýnt nein merki þess að þær séu að minnka og ef eitthvað er þá er þessi léttfreyðandi drykkur sem gerður er úr hinni lítt þekktu…

You might be interested in …

Leave a Reply