Two festive champagne glasses celebration

Nokkur freyðandi vín til að kveðja árið með

Það er ekkert annað hljóð sem boðar jafn mikinn fögnuð og gleði eins og hljóðið sem heyrist þegar tappi skýst úr freyðivínsflösku. Það er óskráð staðreynd. Það er líka óskráð staðreynd að þegar að fagna eigi einhverju þá skal opna freyðivín. Nú er árið 2021 að renna sitt skeið og eru eflaust margir sem ætla að fagna endalok þess ærlega enda mikið búið að ganga á hjá flestum, hvort sem það er einangrun, ítrekuð sóttkví eða eitthvað örlítið gleðilegra. Hvað sem það er þá mæli ég eindregið með að kveðja þetta ár með ljúfum og hressandi bubblum. Fyrir fróðleiksfúsa þá birti ég grein á Vínsíðunum fyrr á árinu um freyðivín sem má finna hér, vonandi kemur hún eitthvað að gagni við að skilja þennan töfrandi drykk sem hefur glatt svo marga í gegnum aldirnar.

En hvað á svo að velja til að hafa á áramótunum? Ekki gott að segja, en hér eru allavega nokkur freyðivín sem Vínsíðurnar fengu að kynnast á árinu og er óhætt að mæla með. Vonandi hjálpar þetta ykkur eitthvað.

Kampavín

Crémant

Cava

Prosecco