[#Beginning of Shooting Data Section] Bildgröße:L (8256 x 5504), FX 11.01.2018 13:25:56.65 Zeitzone/Datum:UTC, Sommerzeit:Aus RAW, verlustfrei komprimiert (14 Bit) Fotograf:Professionelle Flaschenfotografie Inhaber des Urheberrechts:Marcel C. Altenbach CH-8335 Hittnau Schweiz Nikon D850 Objektiv:180mm 1:2.8 Brennweite:180mm Fokussteuerung:Manuell (MF) AF-Messfeld:Einzelfeld VR: AF-Feinabst.:Aus Blende:1:11 Belichtungszeit:1/4s Belichtungssteuer.:M Belichtungskorr.:+1.3LW Feinabst. der Bel.-Messung: Bel.-messung:Matrixmessung ISO-Empfindlichkeit:ISO 100 Modell: Weißabgleich:Eigener Messwert d-1, 0, 0 Farbraum:Adobe RGB Rauschunterdr. bei ISO+:Aus Rauschunterdr. bei Langzeitbel.:Aus Active D-Lighting:Aus Vignettierungskorr.:Aus Auto-Verzeichnungskorr.:Aus Picture Control:Mein STANDARD Basiert auf:[SD] Standard Schnellanpassung: Scharfzeichnung:Automatisch Detailkontrast:Automatisch Kontrast:Automatisch Helligkeit:0.00 Farbsättigung:+1.00 Farbton:0.00 Filtereffekte: Tonen: Bildoptimierung: Farbwiedergabe: Tonwertkorrektur: Farbtonkorr.: Farbsättigung: Scharfzeichnung: Breitengrad: Längengrad: Höhe: Höhenreferenz: Kompasspeilung: UTC: Kartendatum: [#End of Shooting Data Section]

Altos Ibericos Crianza 2017 **** (88)

Torres fjölskyldan hefur verið eitt af leiðandi öflum í víngerð á Spání síðustu áratugi og það sem er áhugavert er að það er ekki fyrr en árið 2005, 135 árum eftir stofnun víngerðarinnar, sem þau láta til skarar skríða í Rioja. Frumburðurinn var Altos Ibericos og er nafnið dregið af Alto Otero sem liggur ekki langt frá víngerðinni í Rioja Alavesa. Vínið er gert í nýtískulegum stíl þar sem að er bara notast við Tempranillo og fær það 12 mánuða dvöl í eikartunnum, bæði frönskum og amerískum, áður en það fær svo í aðra 12 mánuða dvöl í flöskum.

Vínið er rúbínrautt á lit og er það opið og ansi ilmríkt. Þéttur kirsuberjailmur tekur á móti manni í fyrstu ásamt lófafylli af kryddum sem spila vel á móti ávextinum. Tunnan kemur svo hægt og rólega fram með sínum sígildu vanillu- og kókostónum og svei mér þá ef það er ekki smá plóma þarna bakvið. Í munni er það þétt og býsna kraftmikið með góð tannín og ágætis sýru til að styðja við bakið á víninu. Plómur, kirsuber, kaffi, kanill og vanilla eru í farabroddi í bragði og leggja grunninn að ansi bragðgóðu víni.

Okkar álit: Nútímalegt, þétt og alvörugefið Crianza. Vandað vín.

Verð 2.791 kr