Baron de Ley Tres Viñas Blaco Reserva 2017 **** 1/2 (91)

Baron de Ley þarf í raun ekkert að kynna enda þekki ég fáa sem hafa ekki smakkað eitthvað þeim fjölmörgu frábæru vínum frá þessum frábæra framleiðanda. Það sem mig grunar að þurfi hins vegar að kynna örlítið, er þetta tiltekna vín. Eins og ég kom inn á í Rioja greininni sem ég birti um daginn þá eru Rioja hvítvín ekkert sérstaklega algeng og oftar en ekki finnst mér eins og að þau séu bara framleidd “af því bara”. En ekki þetta. Alls ekki. Hér erum við með ansi áhugaverða blöndu af Viura, Malvasia og Garnacha Blanca og kemur ávöxturinn frá ekrum Baron de Ley við bæinn Arenzana í Rioja Alta. Hefðinni samkvæmt fær þetta að dvelja í amerískum eikartunnum í 12 mánuði og aðra 12 mánuði í flöskunni en það sem er lykilatriði er að tunnurnar eru flestar nýjar og gefa víninu því hámarks bragð.

Vínið er fallega ljósgyllt á litinn og gefur strax til kynna að því er alvara. Ilmurinn er galopinn, þykkur og ríkulegur með glás af smjörkenndum vanillutónum á aðalhlutverki en þarna á bakvið leynist líka léttir oxunartónar sem lýsa sér í djúsí suðrænum ávexti, þurrkaðum ávöxtum, kókos, hesilhnetum, ristaðu brauði og brioche brauði. Afskaplega margslunginn og mikill ilmur með alla áherslu á tunnunni. Í munni er það glettilega létt og ferskt í byrjun en svo kemur hin þykka smjörkennda vanilla eins og bragðgóð flóðbylgja yfir tunguna með suðræna ávexti í eftirdragi. Eftirbragðið er langt og hangir það á tunnunni en þó svo að hún sé allsráðandi í gegnum vínið þá er jafnvægið á einhvern undarlegan hátt frábært.

Okkar álit: Þétt, ríkulegt og bragðmikið hvítvín þar sem eikin ræður ríkjum. Ef eikartónar væru bor þá væri þetta vín klárlega borgarstjórinn þar.

Verð 3.199 kr

You might be interested in …

Leave a Reply