Montecillo Crianza 2017 **** (86)

Montecillo vínin eru búin að vera með lögheimili, ef ekki allavega fasta búsetu, í hillum vínbúðanna í mörg herrans ár og þegar ég vann þar rétt eftir aldamót þá voru þau löngu búin að skjóta niður föstum rótum í hillurnar. Fyrir nokkrum árum fór Montecillo þó í alsherjar yfirhalningu, bæði að innan og að utan og þó svo að útkoman hafi verið býsna vel heppnuð þá verð ég að viðurkenna að ég sakna ennþá gamla litakerfisins sem einkenndi miðana á vínunum þeirra. Það skal engum koma á óvart að Tempranillo skuli vera uppistaðan í þessu víni og er hún 87% af blöndunni en restin er svo hin yndislega Garnacha. Vínið fær að þeoskast í 18 mánuði á eikartunnum, sem er heldur meira en gengur og gerist með Crianza, og loks 6 mánaði í flöskunni.

Vínið er dimmrautt með ljósbleikum taum og opinn ilm. Þéttur ilmur af kirsuberjum og jarðarberjum ásamt ljúfum bökunarkryddum og lófafylli af eikartónum á borð við vanillu og kókos. Nokkuð einfaldur ilmur en hann samsvarar sér afskaplega vel. Það er svo miðlungs bragðmikið í munni með góða sýru og áberandi en ansi vel upp alin tannín. Djúsí rauður ávöxtur ásamt dass af kryddi og tunnu með ágætis endingu.

Okkar álit: Einfalt en virkilega stílhreint og vandað Crianza. Aðgengilegt og brjálað value.

Verð 2.398 kr

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading