Vina Ardanza Reserva 2015 **** 1/2 (92)

Enn og aftur kemur á borð til okkar algjör negla frá La Rioja Alta. Það virðist vera alveg sama hvað við fáum frá þessari frábæru víngerð, það bara klikkar ekki. Víngerðin setti Vina Ardanza vörumerkið var á laggirnar fyrir um 80 árum og er það sennilega eitt af þekktari vörumerkjum þeirra á heimsvísu í dag. Það sem nokkuð athyglisvert er að þetta tiltekna Reserva er blanda af Tempranillo (um 80%) sem kemur frá ekrum víngerðarinnar í Rioja Alavesa og Garnacha (20%) sem kemur frá ekrum þeirra í Rioja Oriental (Baja fyrir íhaldssama lesendur). Með þessu næst ákveðið samspil milli ferskleika frá Tempranill og djúsí ávaxtar frá Garnacha sem er vandfundið. Þrúgurnar eru gerjaðar í sitt hvoru lagi og fær svo Tempranillo 36 mánaða þroskun í eikartunnum á meðan að Garnacha fær aðeins 30 mánuði.

Vínið er fallega rústrautt á litinn og er það opið og ansi ilmríkt. Í fyrstu fá eikartónarnir sviðið með allri sinni ljúfu vanillu og kryddaða ilm en bakvið leynist svo létt sultaður en ótrúlega djúsí og girnilegur ávöxtur. Plómur, kirsuber, jarðarber, krækiber, sólber, bakkelsi, kanill, lakkrís og smá balsamik í bakgrunninum. Virkilega þéttur, marglsunginn og geggjaður ilmur. Það er svo miðlungs bragðmikið í munni með silkimjúk og fínleg tannín og dæmigerðan ferskleika Tempranillo þrúgunnar. Ávöxturinn er jafn gómsætur og hann var í nefi ásamt fallega innpökkuðum eikartónum í fullkomnu jafnvægi við ávöxtinn.

Okkar álit: Nútímalegt Reserva. Mjúkt, þétt og margslungið. Frábært vín!

Verð 4.999 kr

You might be interested in …

Leave a ReplyCancel reply

Discover more from Vínsíðurnar

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading