14 vín frá Rioja sem þú verður að smakka

Fyrr í vikunni birtum við grein um Rioja þar sem var stiklað á stóru um þetta vel þekkta vínræktarhérað og ef svo ólíklega vill til að þú hafir ekki lesið hana getur þú gert það hér. En það er eitt að lesa og fræðast um Rioja og kynnast helstu svæðum, þrúgum eða reglum en það er líka gríðarlega nauðsýnilegt að táka verklega nálgun á þennan fróðleik. Vínsíðurnar hefur smakkað þó nokkur vín frá Rioja síðustu vikur og langaði okkur að deila með ykkur okkar skoðun á þeim vínum kæru lessendur.

Af vínunum sem voru smökkuð voru 13 rauðvín og 1 hvítvín. Því miður rötuðu ekki fleiri hvítvín inn á borð til okkar en þetta eina sem við smökkuðum var frábært á sama tíma og það er kannski ekki alveg dæmigert. Af þessum 13 rauðu voru gæðin alveg í hæstu hæðum og ekki eitt sem sýndi neina galla eða vankanta. Heilt yfir er hægt að segja að þessi vín sem smökkuð voru séu frábær kaup.

Hér er að finna dóma um þessi 14 Riojavín sem við mælum með og vonum að ykkur líki.