Fyrr í vikunni birtum við grein um Rioja þar sem var stiklað á stóru um þetta vel þekkta vínræktarhérað og ef svo ólíklega vill til að þú hafir ekki lesið hana getur þú gert það hér. En það er eitt að lesa og fræðast um Rioja og kynnast helstu svæðum, þrúgum eða reglum en það er líka gríðarlega nauðsýnilegt að táka verklega nálgun á þennan fróðleik. Vínsíðurnar hefur smakkað þó nokkur vín frá Rioja síðustu vikur og langaði okkur að deila með ykkur okkar skoðun á þeim vínum kæru lessendur.
Af vínunum sem voru smökkuð voru 13 rauðvín og 1 hvítvín. Því miður rötuðu ekki fleiri hvítvín inn á borð til okkar en þetta eina sem við smökkuðum var frábært á sama tíma og það er kannski ekki alveg dæmigert. Af þessum 13 rauðu voru gæðin alveg í hæstu hæðum og ekki eitt sem sýndi neina galla eða vankanta. Heilt yfir er hægt að segja að þessi vín sem smökkuð voru séu frábær kaup.
Hér er að finna dóma um þessi 14 Riojavín sem við mælum með og vonum að ykkur líki.
Finca Martelo 2015 **** 1/2 (93)
Síðan að La Rioja Alta hópurinn keypti Torre de Oña víngerðina árið 1995 hefur ímynd víngerðarinnar stórbreyst og má líkja henni við Bordeaux framleiðanda sem framleiðir…
Muga Reserva 2017 **** 1/2 (93)
Muga víngerðin var stofnuð árið 1932 og er hún staðsett í gömlu járnbrautarstöðinni í Haro, Barrio de La Estación, og er hún ein af fáum víngerðum…
Marques de Murrieta Reserva 2016 **** 1/2 (92)
Marques de Murrieta var stofnað árið 1852 af Luciano Francisco Ramón de Murrieta, fyrrum hermanni, sem hafði nokkrum árum áður flúið til London undan borgarastyrjöld á…
Vina Ardanza Reserva 2015 **** 1/2 (92)
Enn og aftur kemur á borð til okkar algjör negla frá La Rioja Alta. Það virðist vera alveg sama hvað við fáum frá þessari frábæru víngerð,…
Baron de Ley Tres Viñas Blaco Reserva 2017 **** 1/2 (91)
Baron de Ley þarf í raun ekkert að kynna enda þekki ég fáa sem hafa ekki smakkað eitthvað þeim fjölmörgu frábæru vínum frá þessum frábæra framleiðanda.…
Conde de Valdemar Gran Reserva 2011 **** 1/2 (90)
Bodegas Valdemar á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1889 þegar stofnandi víngerðarinnar, Joaquín Martínez Bujanda, hóf framleiðslu á vínum í smábænum Oyón sem…
Finca San Martín Crianza 2017 **** 1/2 (90)
Þetta fallega vín kemur frá Torre de Oña víngarðinum, sem er í eigu hins gríðarlega virta La Rioja Alta, og er staðsett í Rioja Alavesa sem…
Cune Reserva 2017 **** (89)
Compañía Vinícola del Norte de España er nafn víngerðarinnar sem framleiðir hin geðþekku Cune vín sem við Íslendingar höfum tekið með opnum örmum. Sagan segir að…
Altos Ibericos Crianza 2017 **** (88)
Torres fjölskyldan hefur verið eitt af leiðandi öflum í víngerð á Spání síðustu áratugi og það sem er áhugavert er að það er ekki fyrr en…
Cerro Añon Reserva 2015 **** (88)
Cerra Añon kemur frá tiltölulega ungri víngerð sem kallast Bodegas Olarra og var sett á laggirnar árið 1973 í Logroño, “höfuðborg” Rioja. Ávöxturinn sem fer í…
Campo Viejo Gran Reserva 2014 **** (86)
Campo Viejo vínin ættu að vera Íslendingum vel kunn enda hafa þau verið með nokkuð fast hillupláss í vínbúð landsmanna eða þá í fríhöfninni. Vínin frá…
Montecillo Crianza 2017 **** (86)
Montecillo vínin eru búin að vera með lögheimili, ef ekki allavega fasta búsetu, í hillum vínbúðanna í mörg herrans ár og þegar ég vann þar rétt…
Marques de la Concordia Reserva 2015 **** (87)
Land: SpánnHérað: DOC Rioja Þrúga: 100% TempranilloMatarpörun: Smellpassar með hægelduðu lambalæri eða góðum manchego ost. 2015 árgangurinn í Rioja var einstaklega góður og er lýsandi dæmi…
Marques de la Concordia Rioja Santiago 2018 **** (87)
Uppruni: DOC Rioja Marques de la Concordia er eitt af elstu víngerðarhúsum Rioja héraðsins og er stöfnuð árið 1870 sem gerir hana að næstelstu starfandi víngerð…