Clos de Gat Har’El Merlot 2017

Það skal viðurkennast að ég var lengi að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að birta þennan dóm þar sem að uppruni vínsins er umdeildur. Að lokum var það ofan á að Vínsíðurnar snúast fyrst og fremst um vín og í raun ekkert annað þannig að það væri gegn okkar tilgangi að birta ekki dóminn. Víngerðin Clos de Gat er staðsett um 30km vestan við Jerúsalem og telja vínekrurnar um 19 hektara í dag þar sem nokkrar af helstu alþjóðlegu þrúgur eru ræktaðar – þar á meðal Merlot. Þetta vín er 100% Merlot og fær vínið að þroskast í 14 mánuði í eikartunnum og eru 30% þeirra nýjar franskar eikartunnur..

Vínið er fallega dimmrautt á litinn og er ilmurinn opinn og afskaplega dæmigerður fyrir Merlot. Plómur, sólber, kryddjurtir, lavender, vanilla og kaffi búa til gríðarlega fallega og aðgengilega heild. Frábær ilmur með þroskaðan ávöxt. Í munni er það þétt, silkimjúkt og nokkuð bragðmikið með ljúf tannín. Sultaður ávöxtur, nettir jarðvegstónar og bökunarkrydd mynda góða liðsheild sem varir nokkuð lengi.

Verð: 4.599 kr
Afskaplega ljúft og áhugavert vín sem er virkilega vel gert.
4.5

90

You might be interested in …

Leave a Reply