Chateau Goumin Rouge 2018

Chateau Goumin kemur úr smiðju hins goðsagnakennda André Lurton, eða réttara sagt samsteypunni Les Vignobles André Lurton, sem á fjöldann allann af víngerðum í Bordeux eins og t.d. Chateau Bonnet sem hefur átt sitt hillupláss í vínbúðunum í mögr ár. Goumin er hnífjöfn blanda af Merlot og Cabernet Sauvignon og kemur ávöxturinn frá nokkrum af ekrum samsteypunnar Bordeaux.

Vínið er rúbínrautt á litinn og nokkuð ilmríkt. Þéttur kirsuberjailmur tekur á móti þér í byrjun en eftir smá öndun í glasi koma safarík sólber og hindber fram ásamt léttum kryddkeim, marsipan og lakkrístón í lokin. Í munni er það nokkuð kröftugt með þurr tannín og góða sýru. Ávöxturinn er þéttur og eru kirsuberin í aðalhlutverki þar. Það er eilítið hrjúft og gæti komið sér vel að leyfa því aðeins að anda í karöflu.

Verð: 2.799 kr
Þétt, nokkuð kraftmikið og dæmigert Bordeaux. Vel gert en þarf smá öndun.
4

85

You might be interested in …

Leave a Reply