Gerard Bertrand An 1130 Cité de Carcassonne Merlot 2020

Ég á ennþá eftir að smakka vín frá Gérard Bertrand sem mér líkar ekki við og ég hef smakkað þau nokkur. Þetta eru kannski ekki margslungnustu vín sem eru á markaðnum eða vín sem fær nördana til að iða í skinninu heldur eru þetta vín sem eru aðgengileg, safarík og gríðarlega vinaleg. Svolítið eins og vinsælasti bekkjarfélaginn í árgangnum sem öllum líkar við, sem er reyndar ekkert algengt. Hér er engin undantekning á því. 100% Merlot og kemur ávöxturinn frá svæði sem er kennt við virkisbæinn Carcassonne sem er um það bil á miðri leið frá Toulouse niður í miðjarðarhaf. Cité de Carcassonne IGP, eins og vínræktarsvæðið heitir, nýtur áhrifa frá miðjarðarhafinu á sama tíma og það fær mikla hlýju og sól. Þetta gerir það að verkum að vínin, ef vel gerð, eru með safaríkan og þroskaðan ávöxt en viðhalda ferskleikanum.

Vínið er fallega rúbínrautt á litinn og nokkuð létt að sjá. Ilmurinn er galopinn og virkilega “in your face”, á góðann hátt sem betur fer. Gríðarlega djúsí en samt ótrúlega ferskur ávöxtur tekur á móti þér og fara súr kirsuber, sólber, bláber þar með formennsku en bakvið leynist negull, vanilla, dökkt súkkulaði, kryddjurtir og smá eukaliptus. Gríðarlega skemmtilegur ilmur, ferskur og djúsí. Í munni er það þétt en á sama tíma ferskt. Tannín eru fínleg og ávöxturinn heldur áfram á sömu nótum og ekki frá því að þarna leynist smá jarðvegstónn sem er svo dæmigert fryrir Merlot. Endingin er nokkuð góð og endar það á tunnutónum eins og dökku súkkulaði, vanillu og kryddjurtum.

Verð: 2.599kr
Gríðarlega aðgengilegt Merlot. Frábær ávöxtur og nokkuð margslungið. Enn ein vinalega neglan frá Gérard Bertrand.
4

88

You might be interested in …

Leave a Reply