5 rauðvín til að njóta með páskalambinu

Nú þegar páskarnir eru á næsta leiti þá er ekki vitlaust að fara að huga að páskamatnum, og víninu sem á að fara með honum. Það hefur löngum verið hefð fyrir því að borða lambakjöt á páskunum en það eru ekki margir sem vita að sú hefð er samofin kristinni trú. Einhverjar heimildir eru fyrir því að þessi lambatenging við páska eigi rætur sínar að rekja fyrir tíma kristindóms en þar sem að ég er enginn sagnfræðingur ætla ég að láta staðar numið hér. Víða í Evrópu tíðkast það í dag að heilgrilla lambið í tilefni páskanna en við Íslendingar höfum þó látið það duga að elda okkur gómsætt lambalæri eða hrygg.

Hvort sem þið ætlið að fá ykkur læri, hrygg, fillet, prime eða ribeye þá er engin máltíð fullkomin án góðrar vínflösku til að lyfta málitíðinni upp á annað plan. Því hef ég tekið saman nokkur vín sem, að mínu mati, eiga eftir að gera páskaveisluna enn betri og eftirminnilegri.

5 ljúffeng vín með lambinu

Vina Ardanza Reserva 2015 **** 1/2 (92)

Enn og aftur kemur á borð til okkar algjör negla frá La Rioja Alta. Það virðist vera alveg sama hvað við fáum frá þessari frábæru víngerð, það bara klikkar ekki. Víngerðin setti Vina Ardanza vörumerkið var á laggirnar fyrir um…

E. Guigal Vignes de l’Hopsice Saint-Joseph 2016 ***** (95)

Vignes de l’Hopsice ekran er án nokkurs vafa magnaðasta vínekra Saint-Joseph svæðisins og mætti alveg ljúga að mér að þetta væri sú fegursta í öllum Rónardalnum. Ekran er öll í eigu Guigal fjölskyldunnar sem hefur eytt miklu púðri í að…

Marques de Murrieta Reserva 2016 **** 1/2 (92)

Marques de Murrieta var stofnað árið 1852 af Luciano Francisco Ramón de Murrieta, fyrrum hermanni, sem hafði nokkrum árum áður flúið til London undan borgarastyrjöld á Spáni. Þar kynntist hann Bordeaux vín og dreif hann sig til Frakklands til að…

M. Chapoutier Belleruche Côtes du Rhône 2019 **** (88)

Belleruche Côtes du Rhône hefur verið tíður gestur hjá okkur í gegnum árin og hefur þetta vín nánast aldrei ollið okkur vonbrigðum þar sem 2017 árgangurinn var sérstaklega eftirminnilegur. Vínið kemur úr smiðju Michel Chapoutier, sem er einn af máttarstólpum…

Clos de Gat Har’El Merlot 2017

Það skal viðurkennast að ég var lengi að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að birta þennan dóm þar sem að uppruni vínsins er umdeildur. Að lokum var það ofan á að Vínsíðurnar snúast fyrst og fremst um…

You might be interested in …

Leave a Reply