5 rauðvín til að njóta með páskalambinu

Nú þegar páskarnir eru á næsta leiti þá er ekki vitlaust að fara að huga að páskamatnum, og víninu sem á að fara með honum. Það hefur löngum verið hefð fyrir því að borða lambakjöt á páskunum en það eru ekki margir sem vita að sú hefð er samofin kristinni trú. Einhverjar heimildir eru fyrir því að þessi lambatenging við páska eigi rætur sínar að rekja fyrir tíma kristindóms en þar sem að ég er enginn sagnfræðingur ætla ég að láta staðar numið hér. Víða í Evrópu tíðkast það í dag að heilgrilla lambið í tilefni páskanna en við Íslendingar höfum þó látið það duga að elda okkur gómsætt lambalæri eða hrygg.

Hvort sem þið ætlið að fá ykkur læri, hrygg, fillet, prime eða ribeye þá er engin máltíð fullkomin án góðrar vínflösku til að lyfta málitíðinni upp á annað plan. Því hef ég tekið saman nokkur vín sem, að mínu mati, eiga eftir að gera páskaveisluna enn betri og eftirminnilegri.

5 ljúffeng vín með lambinu