Mommessin Beaujolais-Villages 2020

Mommessin er “négociant” sem var stofnaður árið 1865 þegar Jean-Marie Mommessin stofnaði víngerðina í gömlu munnkaklaustri sem hafði áður þjónað Cluny reglunni í Suðurhluta Búrgúndí. Síðan þá hefur starfsemin flust aðeins sunnar og eru höfuðstöðvarnar í Quincié-en-Beaujolais. Í dag er víngerðin með þeim mikilvægari í Beaujolais og ásamt því að eiga rúma 50 hektara undir vínvið þá kaupa þeir mikinn ávöxt í gegnum samstarfsaðila sem rækta vínvið fyrir þá. Þetta vín er village vín og kemur ávöxturinn aðallega frá ekrum sem liggja í kringum þorpið Blacé, sunnarlega innan Beaujolais-Village AOC. Gamay er svo auðvitað þrúgan eins og alltaf þegar kemur að rauðu Beaujolais.

Djúpur og dimmrauður litur með fjólubláum tón. Ilmurinn opinn, nokkuð þéttur og stútfullur af dökkum kirsuberjum, sólberjum, fjólum, hindberjum ásamt dass af múskat og steinefnum sem halda sig þó nokkuð til hlés. Virkilega ferskur ávaxtailmur sem er svo ótrúlega vinalegur og lokkandi. Í munni er það nokkuð bragðmikið en á sama tíma létt sem er svo einkennandi fyrir Gamay. Tannín eru afskaplega mild og áreynslulaus en halda þó vel utan um byggingu vínsins. Eftirbragðið er nokkuð langt og hangir það alfarið á ferskum vel þroskuðum ávextatónum. Geggjað vín sem er á sama tíma hættulega auðdrekkanlegt og frábært matarvín. Drekkið með grilluðu lambi eða charcutterie bakka.

Verð 3.199 kr
Þétt og flott bygging og ljúfur ávöxtur í bland við skarpa sýru Gamay. Einstaklega vinalegt og ljúffengt matarvín!
4

(88/100)

You might be interested in …

Leave a Reply